Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
WjC^SfWr.-MÉ
3. mynd. Uppdráttur l einum lit af
hluta af munstrinu á Þjms. 898 eins
og það kann að hafa verið. Teikn-
ing: Elsa E. Guðjónsson. — Pattem
drawing in one color, partly recon-
stmcted, of part of the design on
NMI 898.
gulmóleitt á rétthverfu), ljósmóleitt, ljósbrúnt og dökkbrúnt. Sums
staðar vantar greinilega í munstrið, og á öðrum stöðum eru hlutar
þess mjög slitnir; hefur ljósmóleita og dökkbrúna garnið reynst
endingarminna en aðrir litir (sbr. 1., 2., 3. og 4. mynd a, c), en svo
er að sjá sem reynt hafi verið að bæta úr slitinu á ljósmóleita garninu
að nokkru með ísaumi úr hvítu língarni svo sem að verður vikið hér á
eftir.
Munstrinu á lengjunni má einna helst líkja við röð af samanbundn-
um blómvöndum láréttum með sjö rósum í hverjum, fjórum stórum
eins að gerð, tveimur til hvorrar handar, tveimur litlum eins, sitt
hvorum megin milli hinna, og einni frábrugðinni stórri í miðið efst.
Virðist niðurröðun lita hafa verið svo hagað, að því leyti sem nú
verður séð vegna slíts og upplitunar, að hver tvö blómanna sem
eru skástæð hvort gagnvart öðru eru eins að lit, þrír litir í hverju
blómi (neðsti hluti blóms og blómstöngull í sama lit), en mis-
munandi frá einni munstureiningu til annarrar. Litlu blómin sitt
hvorunri megin eru með einum lit í hverri munstureiningu fyrir sig,
og svo er einnig um blómlegginn ásamt blöðum í miðju, en blóm-
krónan þar virðist hafa verið með þremur litum, sinn litur hvor-
um megin og sá þriðji í miðið. Vottar aðeins fyrir upprunalegum
miðhluta þessara blóma á einum stað (1. mynd lengst t.h.) og mátti
þar greina leifar af tveimur ljósmóleitum möskvafyllingum (sjá
doppur á 4. mynd a). Miðhluti úr hvítu língarni hefur verið saum-