Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kartúni, en hinum er svo lýst að hann sé „med áfestri brún af Silki
Ridsprang, grænu Silki under og Silki Kögri ad Nedan. Födrud med
lereftti.“7 Við nánari athugun kemur í ljós, að sprangbrúnin er
einnig skráð við biskupsvísitasíu árið 1733, en þar er sprangið
nefnt knipl. Á eftir vísitasíunni er eftirfarandi klausa:
Þegar bued var ad enda Þessa Visitatiu, framlagde Presturin
heidurlegur Sr Þoraren Jonsson eina merkelega Alltares brún
Knipplada, med Jmeslegum Litum og Silke frunsum nedan vidsetta
á grænt Silke, og under födrada med Vestur fara, vid hvoria fastur
er hvýtur dukur af lereftte; Greinda Alltaresbrun setur Prest-
uren uppi Þá skuld, sem han á Kirkiune ad svara, og tekur
Biskupen hana, henar vegna . . .8
Eftir 1750 er brún af riðsprangi nefnd í vísitasíum frá 1753,9
175810 og 1778,11 en í vísitasíu 1782 er henni lýst nánar en áður og
þá greint bæði frá lit hennar og munstri: „ . . . [altarisdúkur með]
brún af grænu Silke med raud Leitu Silke Ridsprange med Rosum,
en grænleitu Silke Kögre ad framan, prýdilegur, .. .“12 Með svipuðum
hætti er brúninni lýst árið 1801, nema hvað sagt er að farið sé „ad
bila Ridsprangid.“13 Má síðan rekja brúnina eftir vísitasíum frá
1816, 1820 og 1827.14 Eftir það er hún ekki nefnd sérstaklega það
séð verður.
I vísitasíu frá árinu 1850 eru einstakir hlutar skrúðans ekki taldir
upp, heldur hann sagður hinn sami og áður og orðinn fornfálegur.15
Nokkur lýsing er á skrúða kirkjunnar í úttekt hennar frá 1855, til
dæmis eru altarisdúkarnir tveir sagðir úr hvítu lérefti, en annars er
skírskotað til vísitasíunnar frá 1827; allur er skrúðinn sagður mjög
fomfálegur og sumt af honum óbrúkanlegt.10 Af vísitasíu ársins
1856 kemur fram að kirkjan hefur verið endurbyggð,17 og 1858 er
getið peningagjafar til hennar frá sóknarfólki til kaupa meðal ann-
ars á nýjum skrúða, og verði þá hið forna og óbrúkanlega fráskrif-
að og burtselt.18 Samkvæmt því sem að framan greinir ættu báðir
altarisdúkarnir með brúnum, sem skráðir voru 1750, að hafa verið
í Hjarðarholtskirkju árið 1855. Annar þeirra, sá með blómuðu kar-
túnsbrúninni, er þar enn 1860, því að það ár er þess getið í pró-
fastsvísitasíu að upp á væntanlegt biskupssamþykki fráskrifist og
burtseljist, auk annars, altarisdúkur „med raudþrykktri Zirtzbrún og
ullarkögri."10 Trúlega hefur þó altarisdúkurinn ekki verið seldur
þá þegar, þar eð biskupsleyfi lá ekki fyrir,20 en hvort um þennan