Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 159
TVEIR RÓSARIR RIÐSPRANGSDÚKAR
163
6. mynd a, b. Réttliverfa og ranghverfa af hluta af korpóralsklút Staðarfells-
kirkju, neðra hægra hom miðað við 5. mynd. Ljósm.: Guðmundur Ólafsson. —
Obverse and teverse of a det-ail of the Staðarfell church chalice veil, lower right
corner of Figure 5.
þræði, nú Ijósmóleitum að lit. Litir ísaumsins eru mjög svipaðir og á
Þjms. 898, nema hvað þeir eru minna upplitaðir á klútnum, og á
honum er ekki að finna dökkbrúnan lit. Virðist þó mega greina átta
liti ef ekki níu: blátt, ljósblátt, gult, grænt, gulgrænt, gulbrúnt, ljós-
brúnt og ef til vill tvö afbrigði af ljósmóleitu. Hvergi vantar í
munstrið nema neðri hluta tveggja blóma nálægt efra horni vinstra
megin; virðist það helst stafa af vangá því að ekki vottar þar fyrir
leifum saums. Á hornum klútsins eru mislitir silkiskúfar, mest 2,4
cm að lengd; eru þeir að sjá úr silki samlitu ísaumsgarninu og netinu.
Munstrið á korpóralsklútnum er gert úr röðum af blómum með
svo til sömu gerð og stóru hliðarblómin á Þjms. 898, en blómlegg-
urinn neðst sveigist utan um hluta af borða. Eru litaskipti blómanna
með líkum hætti og á lengjunni: þrír litir í hverju blómi og neðstu
krónublöðin, leggurinn og borðahlutinn í hverju blómi með einum
lit. Þótt blómunum sé í munstrinu raðað í láréttar raðir (7. mynd),
veldur litaskiptingin því að skáhallar raðir myndast frá vinstri til
hægri neðan frá séð, þar eð blómin í hverri skáröð eru með sömu lit-
um (5. mynd). Frávik frá munstrinu er að finna í neðsta horni
hægra megin; þar hafa verið saumaðar þrjár litlar rósir milli blóm-
anna og auk þess kom í Ijós stafurinn B er athugaður var faldurinn
neðst á hægri brún klútsins (5., 6. og 8. mynd). Ekki var annað að
sjá en að rósirnar og stafurinn væru saumuð með sams konar garni