Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 162
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
9. mynd a, b. Tvenns konar sprangsaumur; a: riðsprang með einsbyrtu, tvö-
földu ístagi; b: riðsprang með yfirborðslstagi. Teikning: Elsa E. Guðjónsson. —
Diagrams of two types of sprang embroidery: a: ordinary cloth stitch; b: sur-
face cloth stitch.
1
Islandi. Venjulega er saumur með tvöföldu ístagi (léreftsstoppi)39
í hnýtt net þræddur með hvítu língarni í samlitt línnet yfir og undir
möskvaþræðina jafnframt ísaumsgarninu (9. mynd a), en þótt saum-
urinn sem hér um ræðir sé einnig með tvöföldu ístagi, er hann
þannig unninn að innan munsturhluta er ísaumsgarnið einvörðungu
þrætt yfir og undir sjálft sig. Það liggur því að mestu á öðru borðinu,
yfirborðinu, og hylur netið þeim megin (9. mvnd b). Þess má geta að
þótt yfirborðsístag komi fyrir erlendis í saumi í mislitt net, svo
sem vikið verður að hér á eftir, er helst að sjá sem enginn hafi orðið
til að greina það frá fyrri gerðinni þar til þess var getið í áður-
nefndri grein minni fyrr á árinu 1979.40 Rétt er að fram komi að ein-
falt ístag þekkist ekki í mislitum saumi í net hér á landi. Hins vegar
er til mislitur silkiklútur úr hnýttu neti, Þjms. 3529, með ísaumi úr
tvíhliða (einsbyrtum) flatsaumi með frjálsu rósamunstri, óháðu net-
möskvunum, og eru bæði netið og saumgarnið í klútnum úr snúð-
lausu silki (flokksilki). Klútur þessi er sagður hafa verið handlína
Sigríðar (f. 1677, d. 1730) Jónsdóttur biskups Vigfússonar, konu
(1699) Jóns biskups Vídalín.41
V Heimildir um mislitt silkisprang
Þótt ekki sé vitað um orðið riðsprang í heimildum fyrr en á seinni
hluta 17. aldar og ekki hægt að tengja það varðveittum munum fyrr