Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 164
168
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Uppdráttur af innbyrðis
afstöðu noklcurra kirkjustaða við
Hvammsfjörð. Teilcning: Elsa E.
Guðjónsson. — Map showing location
of some churches in western Iceland.
dóttur prests í Hvammi í Hvammssveit.52 Ekki er mér kunnugt um
tengsl milli Katrínar Björnsdóttur og séra Þórarins og konu hans, en
þótt um ættartengsl hafi ekki verið að ræða, er stutt milli staða (sjá
10. mynd), og kann að hafa verið vinfengi eða kunningskapur. Nefna
má og að langafi Katrínar, séra Brynjólfur Bjarnason, prófastur frá
um 1620—1656, var prestur í Hjarðarholti; var fyrsta kona hans laun-
dóttir Odds biskups Einarssonar.53 1 Hítardal voru árið 1751 skráð
þrjú „Corporalia," þar af tvö af silki og riðsprangi, og má af vísi-
tasíunni ráða að þau hafi verið lögð til kirkjunnar af Vigfúsi Jóns-
syni er var prestur þar á árunum 1736 til 1775 og prófastur frá 1740;
var Katrín, fyrri kona hans (d. 1762), dóttir séra Þórðar prófasts
á Staðastað Jónssonar, sem fvrr var getið.54 Riðsprangskorpóralam-
ir tveir eru aftur skráðir 1759 og 1775, en 1783 er aðeins annar þeirra
nefndur, sagður mjög lítill og með bleiku slitnu silkifóðri; þessa korp-
órals er enn getið 1831 og þá raunar fyrst greint frá riðspranginu
sem mislitu, en síðar verður hans ekki vart í heimildum.55
Til eru heimildir um mislitt sprang í enn einni kirkjunni, Munka-
þverárklausturskirkju, á 18. öld, ef til vill undir lok 17. aldar, en það
mun hafa verið úr lérefti, að minnsta kosti að hluta, en silki er ekki
nefnt í sambandi við það; var þar um altarissparlök að ræða, og
þau sögð með litsprangssaumi árin 1735 og 1752, en 1769 voru þau,
ásamt fleirum að því er telja má, úrskrifuð.50
Eftirtektarvert er að mislitt silkisprang í þremur af aðeins fimm
kirkjum tengist, beint og óbeint, afkomendum Jóns biskups Vigfús-
sonar (f. 1643, d. 1690),57 þ. e. kaleiksdúkurinn á Staðastað, kor-
póralsklúturinn á Staðarfelli og korpórallinn í Hítardal, og ekki er