Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 165
TVEIR RÓSAÐIR RIÐSPRANGSDÚKAR
169
11. mynd. Rós úr munstri á 1. blaöi í islensku sjóna-
bókarhandriti frá 17. öld, Þjms. 1105. Teikning:
Elsa E. Guðjónsson. — Detail of stylized floral de-
sign on p. 1 in Icelandic seventeenth century pattern
book manuscript, NMI 1105.
óhugsandi að Katrín Björnsdóttir hafi aðstoðað við útvegun (gerð?)
altarisbrúnarinnar í Hjarðarholtskirkju. Þá má einnig benda á að í
þessum fjórum tilvikum hafa gripirnir borist hver sinni kirkju á
tímabilinu frá 1713 til 1751.
VI Hliðstæður í munstrmn og saumgerö
Þegar svipast er um eftir munstrum hliðstæðum þeim á korpórals-
ldútnum frá Staðarfelli og lengjunni úr Laxárdal — en sem fyrr var
sagt þekkist nákvæmlega eins saumgerð ekki af öðrum munum hér-
lendis það vitað er — kemur fljótlega í ljós að engin verulega lík þeim
finnst hér, hvorki á munum né í gömlum sjónabókum. Þó örlar á
skyldleika við munstur í sjónabók, að stofni til frá 17. öld (Þjms.
1105),58 og eru það helst miðblómin stóru á lengjunni og blóm í
munstri á fyrsta blaði bókarinnar sem kynnu að vera af sömu rótum
runnin (sjá 3. og 11. mynd), en hin sérkennandi hliðarblóm á lengj-
unni og í aðalmunstri klútsins er hvorki að sjá þar né annars staðar.
Sé litið út fyrir landsteina virðist ekki heldur um auðugan garð
að gresja. Ekki hefur til dæmis tekist að koma auga á skyld munstur í
erlendum prentuðum munsturbókum frá 16. og 17. öld, þeim er til-
tækar voru. Hins vegar má sjá nokkurn skyldleika við blómin á Stað-
arfellsldútnum og ýmsa hluta af munstri lengjunnar úr Laxárdal í
ítölskum og spænskum útsaumi frá 15. og þó einkum 16. öld,59 svo
og með reitamunstrum í alþýðuútsaumi Mið-Evrópu frá seinni öld-
um, G0 þótt hvergi hafi í þessum munstrum fundist nákvæm samsvör-
un.
Heldur er erfitt um vilc um samanburð hvað saumgerð snertir,
þar eð saumur með yfirborðsístagi virðist ekki greindur frá einsbyrt-
um saumi með tvöföldu ístagi í erlendum fræðibókum, svo sem áður