Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 166
170
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
12. mynd. Hluti af silkisaumuðum ríðsprangsdúki í Nordislca museet, Stokkhólmi,
nr. 9.970. Þar talinn frá 15. öld. Notkun og uppruni ókunn. Ljósm.: Nordiska
museet. — Detail of polychrome silk net embroidery, of unknown use and pro-
venance, in Nordiska Museet, Stockholm, Sweden, Inv. No. 9.970, there dated
fifteenth century.
var að vikið, og myndir oftast of smágerðar til þess að saumgerðin
sjáist glögglega. Svonefnt lacis, saumur í hnýtt net eftir reitamunstr-
um og síðar einnig með frjálsum munstrum, var í miklu afhaldi í
Evrópu á 16. og 17. öld; eru í þeim efnum sérstaklega tilgreind
Italía, Spánn, Frakkland og Norður-Evrópa, en mislitt lacis úr silki
mun einkum hafa verið tíðkað á ítalíu.n 1 Dæmi um saum í hnýtt net á
Norðurlöndum hafa varðveist að minnsta kosti á íslandi02 og í Sví-
þjóð;03 meðal þeirra sænsku eru munir úr mislitu silkilacis frá seinni
hluta 17. aldar.04 1 Svíþjóð má einnig sjá nánustu hliðstæður, bæði
í saumgerð og munstrum, við riðsprangið úr Dölum vestur, sem nú
er um vitað. Eru það tveir dúkar í Nordiska museet í Stokkhólmi (nr.
9.970 og 10.022),05 og himinn, pdll, í Statens historiska museum í
sömu borg (nr. 493).06
Samkvæmt þeim heimildum sem fyrir liggja07 mun óhætt að full-
yrða að dúkarnir í Nordiska museet sýni hvað mesta samsvörun. Er
hinn fyrrnefndi þeirra, 77 X 65 cm að stærð, saumaður saman úr
sjö hlutum með fjórum mismunandi munstrum. Sjást þrjú munstr-
anna á 12. mynd, og er munstrið á miðhlutanum nauðalíkt því sem
er á klútnum frá Staðarfelli, og blómin í því afar áþekk stóru hliðar-
blómunum á Laxárdalslengjunni (sjá 13. mynd a, b og c) Sama
munstur er á hinum dúknum, sem virðist slitur eitt, 32 X 24 cm
að stærð. Fleira er skylt með þessum dúkum og þeim hér á landi:
netgrunnurinn er úr rauðu tvinnuðu silki með svipaðri möskva-
stærð, og saumað er í með mislitu flokksilki í líkum litbrigðum