Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 167
TVEIR RÓSAÐTR RIÐSFRANGSDÚKAR
171
a b c d
13. mynd a, b, c, d. Uppdrættir í einum lit af rósum á 'riösprangslengju úr Laxár-
dal. Þjms. 898 (a), korpóralsklút Staðarfellskirkju (b), dúki í Nordiska
museet nr. 9.970 (c), og lvimni í Statens historiska museum nr. 493 (d) (sjá
texta). Teikning: Elsa E. Guðjónsson. — Pattern drawings in one color of floral
designs from NMI 898 (a), Staðarfell church chalice veil (b), embroidery in
Nordiska Museet. Inv. No. 9.970 (c), and polychrome silk net embroúlery on
canopy, apparently from Skáne, southern Sweden, now in Statens liistoriska
museum, Inv. No. 493, dated by Swedish sclwlars to second quarter or secoiid half
of sixteentli century (d).
að því er virðist. Um uppruna dúkanna er ekkert vitað fram yfir
það að þeir voru seldir safninu árið 1875 af N. M. Mandelgren,
kunnum safnara í Svíþjóð á síðastliðinni öld.08 Þeir eru báðir í skrá
safnsins og víðar taldir vera frá 15. öld, og virðist aldursgreining
þeirra einvörðungu byggð á því að munstrin á þeim séu af miðalda-
gerð.69
Einnig virðist auðsær skyldleiki riðsprangsins við útsauminn á
himninum í Statens historiska museum. Himinninn er settur saman
úr silkiefni og silkiriðsprangi, 200 X 133 cm að stærð, en í kring á
fjóra vegu er 43 cm breið brún úr silkiriðsprangi eingöngu, og er
sitt munstrið á hverri hlið hennar.70 Er eitt munstranna að heita má
hið sama og á dúkunum tveimur í Nordiska museet (13. mynd d og c),
en vegna skorts á upplýsingum verður ekki sagt um gerð netsins né
liti þess og útsaumsins annað en að netið virðist dökkleitt og nokkur
litbrigði í blómamunstrinu.71 Uppruni himinsins er óviss, en hann
er talinn vera frá öðrum fjórðungi eða seinni hluta 16. aldar, og
skánskur vegna skjaldarmerkja danskra aðalsætta sem á honum
eru,72 en Skánn var þá — og raunar fram yfir miðja 17. öld — hluti
af danska ríkinu.73 Er tímasetning himinsins byggð á lögun skjaldar-
merkjanna, gerð munstranna á brúninni og saumgerð sprangsins.74
Einkennilegt má virðast, en stafar í og með eflaust af takmörk-
uðum heimildum, að nánasta samsvörun, og raunar sú eina heil-