Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 168
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
14- mynd. Hluti af glitofnu vegg-
tjaldi, dukag&ng'sdrátt, frá Skáni
180tí, nú í Kristianstads museum, nr.
3635. Ljósm.: Kristianstads museum.
- Detail of dukag&ngsdrátt, wallhang-
ing with designs brocaded on tlie
counted thread, from Skáne, southern
Sweden, 1806. In Kristianstads Mu-
seum, Inv. No. 3635
lega, við munstrið á Laxárdalslengjunni, þ. e. við samanbundnu
blómvendina er ég nefndi svo, fannst á tveimur glitofnum vegg-
tjöldum, dukagángsdratter, frá Skáni frá seinni hluta 18. og byrjun
19. aldar. Virtust munstrin á tveimur tjöldum, frá 1806 og 1817, annað
í Kristianstads museum, hitt í Kulturen í Lundi, einkum lík því á
lengjunni, þótt nokkuð beri á milli (14. mynd).75
VII Tímasetning og uppruni
Ekki skal að svo stöddu fullyrt um aldur riðsprangsins úr Dölun-
um. Ef miðað væri við tímasetningar silkisprangsins í Nordiska
museet og Statens historiska museum, sem áður er getið, ætti að
telja það að uppruna til frá 15. eða 16. öld. Um tímasetningu dúkanna
má segja að hún virðist byggð á veikum forsendum. Tímasetningu
himinsins treysti ég mér ekki til að véfengja með rökum, en fróðlegt
væri að fá vitneskju um hversu nákvæmlega megi ákvarða tímamörk
eftir formi skjaldarmerkja, einkum fram í tímann, svo og hvort dönsku
skjaldarmerkin, sem sögð eru tengja himininn Skáni á 16. öld, gætu
einnig átt við aðalsættir þar á 17. öld.
Fráleitt tel ég að riðsprangið úr Dalasýslu sé frá 15. öld og varla
frá 16. öld heldur.70 Eins og fyrr segir verða gripirnir þaðan raktir
aftur til 1733, þá ný- og/eða nýlega tillagðir hvor sinni kirkju, og þó
svo að báðir virðist bera með sér að um endurnýtingu dúka hafi verið
að ræða, er heldur ótrúlegt að, til dæmis, auðkona á borð við Kat-