Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 177
ÞÖRÐUR TÓMASSON
4
VIÐAUKI BÚMARKAÞÁTTAR
Samantekt mín „Föng til búmarkafræði" í Árbók Fornleifafélags-
ins 1975, bls. 95—102, leiddi af sér nokkurt aðsent efni, sem rétt er
að verði lýðum ljóst. Fyrst er þá þess að geta að í myndtexta á bls.
99 getur búmarks í helli í Ystheiði á Ytri-Sólheimum í Mýrdal.
Hellirinn er sunnan í Selheiði. sem liggur austan að Ystheiði. Skilur
Ystagil þær að. Austan við gilið er Seltorfa, ofan við Sólheimasand.
Austur af henni er hellirinn. Skammt neðar er svonefnd Seltjörn,
og bendir hér allt til þess að hellirinn hafi verið selið.
1 grein minni (bls. 100) gat ég um klómarkaða liögld í búi Guð-
laugs Gunnarssonar í Svínafelli í Öræfum, komna úr búi Runólfs
Jónssonar í Svínafelli. Sigurður Björnsson á Kvískerjum gaukaði því
að mér í bréfi 9. mars 1978 að þetta sé raunar gamla Kvískerja-
markið og er þá dæmi þess, hvernig bóndi flutti búmark með sér í
búferlaflutningi. Sigurður skrifar: „1 sambandi við klóna á högldum
Sigurðar Jónssonar í vesturbæ í Svínafelli er e.t.v. vert að benda á,
hvaðan hún muni vera komin sem búmark. Sé ætt hans (Sigurðar)
rakin, kemur í ljós að þetta er að líkindum fjörumarkið á Kvískerj-
um. Ættin rekst þannig: 1. Sigurður, 2. Jón bóndi í Svínafelli, 3.
Sigurður bóndi í Svínafelli, 4. Þorsteinn bóndi í Svínafelli, en hann
hafði áður búið um 20 ár á Kvískerjum og átti þá jörð. Þessir menn
bjuggu allir í vesturbænum, og er því líklegt að Þorsteinn hafi notað
fjörumarkið sem búmark, meðan hann bjó á Kvískerjum og haldið
því áfram í Svínafelli, enda átti liann Kvískerjafjöru.“
Hér mætti þá einnig koma að þeim fróðleik að Páll Jónsson bóndi
í Svínafelli (f. 1855, d. 1927) notaði viðarmark á Svínafellsfjöru,
þrjár skorur (III), sem búmark. Með því markaði hann t.d. hnapp-
heldur og hagldir. Kynni það að hafa fylgt jörðinni einnig sem
búmark frá foi'nu fari .
Um búsetu í Skaftafelli framan af 19. öld sem að var vikið í grein
minni, ritar Sigurður á Kvískerjum þetta: „Bjarni Jónsson bjó frá
1798—1832. Jón sonur hans hóf búskap 1832 og er talið að hann