Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 178
182
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafi þá byg'g't í Selinu. Brynjólfur mágur hans ætlaði fyrst að
byggja upp í Hæðunum en varð að hætta við það vegna heilsuleysis,
en þegar hann hóf búskap í Skaftafelli 1833, reisti hann bæ beint upp
af gamla bænum, og var sá bær ekki fluttur upp í Hæðir fyrr en 1864.
Böltinn var byggður nokkru fyrr, eða eftir því sem næst verður
komist um 1849—50.“
Sunnudagskvöldið 21. mars 1976 hitti ég Sigurð bónda Jónsson á
Seljalandi undir Eyjafjöllum við spilaborð í félagsheimilinu að
Hvoli í Hvolhreppi. Upp úr þurru spurði ég: „Notar þú búmarkið
hans föður þíns?“ Faðir Sigurðar var Jón bóndi á Núpi, sem notaði
miðbæjarbúmarkið á Ystaskála. Sigurður svaraði að bragði: „Ég er
byrjaður á því!“ „Hvenær?“ „Fyrir nokkrum dögum!” Nú hélt ég að
Sigurður hefði lesið búmarkaþátt minn eða frétt af honum en svo
var ekki. Björgvin sonur hans er byrjandi safnari, á m.a. dálítið
myntsafn, og kom þeim feðgunum saman um að biðja afann á Núpi
um leyfi til þess að nota búmarkið. Fór Björgvin austur að Núpi og
fékk búmarkið að gjöf ásamt reipakapli og mörkuðum högldum.
Kvaðst Sigurður ætla að marka skóflur, kvíslar og fleiri búshluti með
ættarmarkinu. Björgvin markar nú smíðaáhöld sín með búmarkinu.
1 för með Þór Magnússyni þjóðminjaverði um Vestur-Skafta-
fellssýslu vorið 1976 bar mig að garði Eyjólfs Eyjólfssonar á Hnaus-
um í Meðallandi, þar sem margt gamalt var að sjá. Hreppti Skógasafn
þá reipahögld sem á var letraður upphafsstafurinn H. Á Hnausum fór
saman viðarmark og búmark.
Að lokum lítil ákenning um erfðamark: Helgi Hannesson fræði-
maður frá Sumarliðabæ skrifaði mér á þessa leið í sendibréfi 22.
mars 1977:
„Nýlega las ég ritgerð þína „Föng til búmarkafræði.“ Fg hnaut um
það, sem þú hefur þar eftir Hafliða í Búð. Þar þykist ég vera fróð-
ari, því veldur þessi æskuminning mín: Foreldrar mínir erfðu fjár-
mörk eftir foreldra sína. Faðir minn var yngstur fjögurra bræðra,
tuttugu og tveimur árum yngri en sá elsti. Fg spurði ungur, hvers
vegna hann erfði markið fremur en einhver hinna. Mér var sagt að
því réði gömul hefð. Til áréttingar var höfð yfir svohljóðandi klausa:
„Yngsti sonur föðurmark, elsta dóttir móðurmark.“ Þetta líktist
fornri lagagrein. Móðir mín var einkabarn föður síns en jafnframt
því eldri dóttir móður sinnar, sem mun hafa notað markið, meðan hún
bjó milli manna.
Mark þeirra feðga, föður míns og afa, var blaðstýft aftan og gat
hægra og sneitt og biti framan vinstra eyra . . . Faðir minn var mjög