Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 183
ATHUGASEMD UM KAPELLULÁG
I GRINDAVlK
Árið 1954 lét Þjóðminjasafnið rannsaka ofurlitla þúst, sem kölluð
var Dysin, í svonefndri Kapellulág á Hraunssandi, um það bil 1 km
fyrir austan Hraun í Grindavík. Grein birti ég undir fyrirsögninni
Kapelluhraun og Kapellulág, í Árbók 1955—56, bls. 5—34, þar sem
fjallað er um bæði Kapelluna í Kapelluhrauni og Dysina í Kapellulág
í Grindavík.
1 grein þessari taldi ég engan vafa leika á að Kapellan í Kapellu-
hrauni væri í raun og sannleika vegarkapella frá kaþólskum tímum, en
aftur á móti var ég helst á því að smáhýsi það, sem Dysin í Grindavík
reyndist vera, kynni helst að vera verkstofa málmsmiðs frá 15. öld,
og byggðist sú niðurstaða á fjölmörgum stöppuðum látúnsplötum,
títuprjónum og fleira þess háttar, sem í húsinu fannst, auk ensks
silfurpenings frá 1464—1470. Þótti mér þetta illa samrýmast því að
húsið hefði verið kapella, enda var þústin ekki nefnd svo, þótt hún
hinsvegar væri í lægð sem nefnist Kapellulág.
Svo sem sjá má í grein minni var ég þó ekki alls kostar ánægður
með skýringuna og velti því fyrir mér hvort húsið hefði þrátt fyrir
allt verið kapella reist við veg eins og sú í Kapelluhrauni. Eitt var
það að húsið snýr í vestur og jafnvel hálfskakkt upp í móti brekku,
svo að artla mátti að nokkuð hafi þótt við liggja að það sneri þannig.
Annað grunsamlegt var að ekki var neitt eldstæði í húsinu, sem þar
ætti þó að vera ef einhver hefði hafst við í því, en er ekki við að bú-
ast í bænhúsi. 1 þriðja lagi hefur hús þetta verið eitt og yfirgefið á
eyðisandi, en þó við fjölfarna leið milli byggða.
Fyrir nokkru benti Þórður Tómasson mér á merkilega heimild sem
fram hjá mér fór en miklu máli skiptir. 1 Biskupa-annálum séra
Jóns Egilssonar, sem hann skrifaði rétt eftir 1600, segir svo um
biskupstíð herra Gissurar Einarssonar (þ.e. 1542—1548):
,,Á lians dögum slógust þeir Erlendur á Strönd og menn hans við
Engelska í Grindavík, og fengu menn Erlends miklar skemmdir.
Hann lét og þar um bil drepa tvo menn engelska, saklausa, —