Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 184
188
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þeir lágu eptir — annan á Bjarnarstöðum í Selvogi, þar í dvrun-
um, er hét Jón Daltun; hann sendi eptir honum í Fljótshlíð austur.
Annan lét hann drepa á sandinum fyrir ofan Hraun í Grindavík,
þar sem nú er kapellan; sá hét Nikulás“. — Safn til sögu Islands I,
Kph. 1853, bls. 86.
Auðséð er þegar í stað að þessi heimild lilýtur að hafa mikil áhrif
á túlkun hússins í Grindavík. Þarna skrifar greinargóður maður
um 1600 að Kapella sé á Hraunssandi. Það er býsna erfitt að komast
hjá að álykta að þar sé átt við litla húsið í Kapellulág, og hefur
það þá fengið nafnið „Dysin“ eftir að það var orðið að ofurlítilli þúst,
sem greinilega minnir á einhvers konar dys. Að vísu verður þá um
leið torskilið, hvers vegna allar þessar málmplötur og annað klæða-
skart var í húsinu og verða menn að spreyta sig á að ráða hvernig
í öllu þessu liggur.
Húsið í Kapellulág hefur verið snoturlega hlaðið, en smæð þess
er óvenjuleg, lengd 2,20 m, breidd 1,20 m. 1 fljótu bragði mætti
þetta virðast ótrúlega lítið guðsús, jafnvel þótt kapella sé, á eyðileg-
um stað. En kapellan í Kapelluhrauni er ekki næsta miklu stærri,
lengd 2,40 m, breidd 2,15 m. Og ekki er til nein áþreifanleg vísbend-
ing um að sh'kar vegarkapellur hafi þurft að vera stærri en þetta.
Lítil bænhús við alfaraveg voru (og eru) víða til í kaþólskum lönd-
um. Hér á landi eru dæmi um slíkt mjög fá. Þess vegna væri mikils
um vert að geta með vissu sagt að litla húsið í Kapellulág sé i raun
réttri slíkur helgistaður.
K.E.