Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 186
190
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Elsa E. Guðjónsson safnvörður fékk rannsóknarleyfi til þriggja
mánaða sem hófst 16. janúar. Tók hún leyfið í áföngum og hafði
ekki lokið því um haustið.
Almennt um safnstörfin.
Mikið verk var unnið í tiltekt og hagræðingu í geymslum safnsins,
einkum á turni og háalofti. Útbúið var vinnuherbergi á efstu hæð í
turni, þar sem verið hafði geymsla áður, og munum þaðan komið
fyrir annars staðar í geymslum. Eru þrengsli orðin mikil í húsinu
og þegar farið var að hefjast handa um textílviðgerðir þurfti rúm-
gott vinnupláss, þar sem þeir hlutir eru mjög rúmfrekir í viðgerð.
Þarna í turni fékkst á margan hátt prýðileg vinnuaðstaða, en hins
vegar bagar, að ekki skuli vera lyfta í húsinu þar sem stigar eru væg-
ast sagt erfiðir.
öll forn mannabein sem geymd hafa verið í Iláskóla Tslands á
vegum próf. Jóns Steffensen, voru nú flutt þaðan og komið fyrir í
geymslu efst á turni, í svonefndri Líkkistu.
Þótt miklu væri hægt að hagræða í geymslum og sumt væri flutt
til geymslu utan hússins þrengist jafnt og þétt innan veggja þess.
Safnmunir berast ört og þarf að búa þannig að þeim, að þeir séu
jafnan tiltækir og ekki sé svo þröngt um þá, að þeim séu búnar
skemmdir.
Safnið fékk aukið geymslurými á Bessastöðum í gömlu fjósi, sem
snyrt var til eftir föngum. Það er kjörinn geymslustaður fyrir stærri
og grófari hluti, sem ekki þurfa að vera í upphituðu húsi, til dæmis
er talsvert geymt þar af viðgerðartimbri.
Þeir hlutir, sem Margrét Gísladóttir gerði einkum við, eru altaris-
klæði frá Kálfafelli, Þjms. 10885, altarisklæði frá Reykholti, Þjms.
12883 og stafaklútur, Þjms 12852. Að auki lagfærði hún ýmsa smærri
hluti jafnframt.
Viðgerðarstörf af þessu tagi eru ein allrabrýnasta safnvinna, sem
unnin er, mjög sérhæfð og krefst góðrar kunnáttu. Það er alkunna,
að söfn eru oft fyllt af hlutum en síðan ekkert meira um þá sinnt
marga hverja, og geta þeir skemmst fái þeir ekki nauðsynlega aðgerð.
Gildir þetta ekki síst um textíla, sem verða stökkir með aldrinum,
misteygjast og grotna á stundum sundur. Því verður lögð mikil
áhersla á að hreinsa þá og styrkja, sauma stundum niður á sér-
stakan grunn, og fella bætur í þar sem við á. Erlendis eru víða