Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 187
SKÝllSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1978
191
stórar viðgerðarstofur við söfnin, þar sem gert er við hluti af ýmsu
tagi, en hér hefur verið erfiðara um vik fyrir sakir fjár- og mann-
aflaskorts. Er hér þó vonandi kominn vísir að viðgerðarstofu safnsins,
en geta má, að í byggðasöfnunum eru vandræðin síst minni að tiltölu.
Pétur G. Jónsson hefur einnig unnið að viðgerðum margs konar
málmhluta, jafnframt öðrum störfum, og má nefna ljósaskildi í eigu
Þingeyrakirkju, frá því um aldamótin 1700, sem orðnir voru mjög
illa farnir og tók mikinn tíma að gera við en fengu sitt upphaflega
útlit að viðgerð lokinni.
Ole Willumsen-Krog kom til starfa við könnun og ljósmyndun á
silfri í apríl. Fór hann ásamt Þorvaldi Friðrikssyni og Lilju Árna-
dóttur í ferð um Austur- og Norðurland og könnuðu þau, mynduðu
og tóku mót af stimplum á öllu kirkjusilfri, silfri í söfnurn og í
einkaeigu, sem til náðist og einhvers virði þótti. Var nú einnig tekið
með íslenskt silfur, sem mikið er til af, einkum í kirkjunum, og var
þetta unnið að hluta fyrir fé, sem Þjóðminjasafnið fékk til ráðstöfun-
ar úr Þjóðhátíðarsjóði. Stóð ferð þeirra frá 9. maí til 15. júní.
Á árinu var nokkuð skráð af safnauka 1977 og 1974. Eru hlutir nú
settir á spjaldskrá og settar ljósmyndir með af hlutnum, auk þess
sem gerð er sérstök Ijósmyndaskrá. Þarf ekki að geta, hvílíkur feng-
ur hlýtur að verða að slíkri ljósmyndaspjaldskrá þar sem myndir
sem safnmenn taka verða nú aðgengilegar í sérstöku kerfi, sem snið-
ið hefur verið eftir erlendri fyrirmynd. Unnu þau Guðmundur Ólafs-
son, Frosti F. Jóhannsson og Mjöll Snæsdóttir að gerð þessa kerfis,
en eftir kerfinu má flokka heimildagögn og muni.
Inga Lára Baldvinsdóttir vann í safninu um sumarið og tókst að
raða öllu því sem eftir var óraðað af ljósmyndaplötusafni Árna Thor-
steinssonar og Ólafs Oddssonar, sem safnið fékk fyrir nokkrum
árum en aldrei var gengið frá til fulls.
Um störf Þjóðháttadeildar hefur Árni Björnsson samið eftirfar-
andi skýrslu:
ÞjóSháttadeild.
Tvær spumingaskrár voru að vanda sendar út á árinu, nr. 37 um
háttuviál, svcfnhætti og fótaferó og nr. 38 um hrosshár, vinnslu þess
og brúkun.
Á árinu bættust 262 númer í heimildasafnið, og voru þau í árs-
lok orðin 4603.