Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 188
192
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Haldið var áfram og að mestu lokið við að vinna úr afrakstri heim-
ildasöfnunar stúdenta frá sumrinu 1976. Annaðist það einkum Hall-
g-erður Gísladóttir, en Ásmundur Sverrir Pálsson og Steingrímur
Þórðarson áttu þar hlut að um tíma. Var kaup þeirra greitt af fram-
lagi Þjóðhátíðarsjóðs.
Samkeppni um minningaskrif eldra fólks lauk á árinu. Alls bár-
ust frásagnir 148 manna smáar og stórar, eða allt frá 2—3 bls. upp
í 4—500 síður. Talsverður munur var á, hversu mikið barst frá ein-
stökum. upprunahéruðum. Langmest var frá þrem svæðum: Norðvest-
urhluta landsins, þ.e. Vestfjarðakjálkanum með Breiðafirði öllum, þá
Suður-Þingevjarsýslu og loks Árnessýslu, sem að vísu nýtur síns
fjölmennis. Áberandi minnst kom hinsvegar úr Húnavatnssýslum og
Suðausturlandi, þ. e. Suður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu.
Ætla má, að alls hafi borist um 5000 meðalsíður vélritaðar. Þá var
eftir að lesa þetta allt og meta af fulltrúum Þjóðminjasafns, Árna-
stofnunar og Sagnfræðistofnunar Háskólans. Verður eldd unnt að
birta niðurstöður þess mats fyrr en í skýrslu næsta árs.
Með styrk frá Norrænu þjóðfræðistofnuninni sótti starfsmað-
ur deildarinnar samnorrænt seminar í Kaupmannahöfn 9.—11. mars,
og fjallaði það um þátt hútíðahalda í samfélaginu.
FrætHrit safnmanna.
Helstu fræðilegar ritgerðir starfsmanna safnsins voru þessar:
Elsa E. Guðjónsson:
Dýrlingar frá Draflastöðum, Tíminn, Jólabla'ö 1, 7. desember 1978.
Fjórar myndir af íslenska vefstaðnum, Árhólc hins íslenska forn-
leifafélags 1978.
Iceland, Needlework: an Illustrated History. Harriet Bridgeman og
Elizabeth Drury, útg., London, 1978.
Peysuföt. Ábendingar um peysuföt tuttugustu aldar. Sjöl, Islenskir
þjóöbúningar II. Peysuföt. Reykjavík, 1978.
Om den islandske silkihúfa. Symposium 1978. Nordiske dragt- og
textilforskere afholdt i Árhus det 3. symposium fra 28. august
til 1. september. [Árhus, 1978].
The Relation of Foreign Prints to Some Icelandic Religious Images.
Reykjavík 1978. (Ljósprentað forprent.)
Sýning á tveimur hlutum á refli frá Hvammi í Dölum sem. fengnir
eru aö láni frá Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn. Þjóð-