Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 189
SKÝKSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1978
193
minjasafn Islands 1978—1979. Reykjavík, 1978. (Sýningarskrá.)
Gísli Gestsson: Núpsstaður — on old Farm in Iceland. Ethnologica
Scandinavica, 1978.
Á árinu 1977 birtust einnig eftirfarandi ritgerðir:
Gísli Gestsson: Riddarasaga úr Trékyllisvík, í S.jötíu ritgerðir helg-
aðar Jakobi Bendiktssyni.
Sami: Alen, Island. Kulturhistorisk leksikon, XXI.
Sami: Inskrifter, Island. Sama rit.
Elsa E. Guðjónsson: Textil. Kulturhistorisk leksikon, XXI.
Lúðvík Kristjánsson: Fjölnismenn og Þorsteinn J. Kúld. Sjötíu rit-
gerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni.
Sýningar og aðsókn.
Skráðir safngestir voru alls 33.733 á árinu, en langt mun frá að
allir, sem í safnið koma séu taldir, því ævinlega kemur margt fólk
utan sýningartíma, ferðahópar og aðrir. Skólaheimsóknir voru eins
og áður á síðari hluta ársins og annaðist Hrafnhildur Schram þær
fyrir hönd Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Sýning safnsins á gamalli, íslenskri kirkjulist, sem sett var upp á
árinu 1977, stóð nokkuð fram yfir áramótin, en síðast á árinu var unn-
ið að undirbúningi sýningar um l.jós og ljósfæri, Ljósið Jcemur langt
og mjótt. Ekki tókst að opna sýninguna fyrir áramótin, en sýninguna
setti upp Steinþór Sigurðsson í samráði við starfsfólk safnsins.
Mestur hluti sýningarefnis var úr Þjóðminjasafninu, en nokkuð
var fengið að láni annars staðar frá, einkum úr Árbæjarsafni og
svo voru á sýningunni hinir merku ljósaskildir úr Þingevrakirkju,
sem áður voru nefndir.
Aðrar sýningar í Bogasal voru þessar:
Sigurjón Ólafsson, höggmyndasýning, 18.—27. mars.
Listahátíð, sýning á frönskum myndvefnaði, 24. maí—18. júní.
Félag áhugaljósmyndara, ljósmyndasýning, 21.—29. október.
Utlánum á Bogasal hefur fækkað talsvert síðustu ár og er það
af ráði gert, þar sem safnið mun reyna að nota salinn fyrir
eigin sýningar eða safnlegar sýningar annars staðar frá meira en
gert hefur verið. Þær sýningar taka mun meiri tíma í vinnslu en t.d.
listsýningar. Núorðið er einnig mun auðveldara um sýningaraðstöðu
í borginni en áður þannig að ásókn í salinn er ekki eins mikil og
verið hefur.
13