Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 191
SKÝRSLA UM ÞJÓBMINJASAFNIÐ 1978
195
dóttir, Kinnarstöðum; Jón Friðbjörnsson. Hólum; Jonna Jacobsson,
Hafnarf.; Inga Lára Baldvinsdóttir, R.; Stefanía Þorsteinsdóttir, R.;
Helgi Tryggvason, R.; Dóra Jónsdóttir, R.; Alfreð Guðmundsson,
Hafnarf.; Inga Eðvaldsdóttir, R.; Sigurður Þorsteinsson, R.; Heimir
Þorleifsson, R.; menntamálaráðuneytið, R.; Thorvaldsensfélagið, R.;
Eimskipafélag Islands, R.; dánarbú Helga Þorvarðarsonar, R.; Skúli
Helgason, R.; Gerda Bay, Kaupmannahöfn; Björn Halldórsson, R.;
dr. Björn Jóhannesson, R.; Finnska myntsafnið, Helsingfors; Lovísa
Jónsdóttir, Kaliforníu; Guðrún Guðjónsdóttir, R.; Sigurvin Eyj-
ólfsson, R.
Fornleifarannsóknir og fornleifavarsla.
Haldið var áfram rannsóknum á Hrafnseyri og var þeim áfanga
lokið sem er rannsókn fornrústanna á eyrinni og hafist var handa um
árið áður. Voru þeir Guðmundur Ólafsson og Ivar Gissurarson við
þessar rannsóknir og stóðu þær frá 26. júní til 10. ágúst. Þarna var
rannsakað annað jarðhús, svipað hinu fyrra og smiðja.
Þá voru hafnar rannsóknir að Stóruborg undir Eyjafjöllum. Sá
Mjöll Snæsdóttir um rannsóknirnar og með henni voru Lilja Árna-
dóttir og Kristín Sigurðardóttir fornfræðinemar, svo og Már Másson
nemandi. Fjárveiting úr Þjóðhátíðarsjóði gerði rannsókn þessa mögu-
lega, eri eins og fyrr hefur verið frá skýrt er hinn mikli rústahóll
Stóruborgar smám saman að eyðast af sjávargangi, en þarna er mjög
mikil og merkileg forngripanáma, sem Þórður Tómasson hefur fylgst
náið með og bjargað úr margvíslegum gripum eftir sjávarflóð. Rann-
sóknin hófst 22. júní og lauk 3. september og var einkum rannsak-
aður kirkjugarðurinn og takmörk hans, svo og undirstaða kirkj-
unnar. Margt af þessu var mjög óljóst orðið, en þó tókst að greina
útlínur og stærð garðsins að mestu og rannsaka og teikna upp all-
margar grafir, en bein eru þarna mjög eydd og náðust engin heil-
leg bein sem ákvarða mætti.
Torsten Capelle prófessor frá Múnster kom til Islands 20. júlí vegna
fyrirhugaðs uppgraftar í Gautavík við Berufjörð, sem í ráði er að
Þjóðverjar standi að ásamt Islendingum. Fór hann kynnisferð um
landið og gerði einnig nokkra forkönnun í Gautavík.
Þjóðminjavörður og Gísli Gestsson fv. safnvörður könnuðu tvö
fornkuml í Hólaskógi í Þjórsárdal, langt fyrir innan hina þekktu
byggð í dalnum, og vísast um þau til greinar í Árbók 1978.
Ýmsar ferðir voru famar víða um landið vegna minni háttar at-