Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 192
196
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hug'ana og eftirlits með fornleifum og öðrum minjum. Þannig fór
þjóðminjavörður athugunarferð að Krosslaug (Reykjalaug) í Lundar-
reykjadal, sem friðlýst var og lagfæra þarf, og í sömu ferð voru
athugaðar sæluhúsleifar á svonefndum Sæluhúsum við Hallbjarnar-
vörður. Þær hafði Matthías Þórðarson kannað lítils háttar fyrr á
árum með grefti og eru þær friðlýstar.
Þá fóru þjóðminjavörður og Guðmundur Ólafsson safnvörður ásamt
Lúðvík Kristjánssyni til Akraness í nóvember til að gefa ráð um við-
gerð bátsins Blika frá Akureyjum á Breiðafirði, en hann mun að
stofni til elsti bátur hérlendis, smíðaður upphaflega 1829 og með
hinu gamla, breiðfirska lagi. Er ákveðið að báturinn verði varðveitt-
ur sem safngripur, líklegast við Breiðafjörð.
Safnið hefur ekki átt ferðabifreið frá 1970, en nú fékkst loks heim-
ild til kaupa á notaðri Land-Rover bifreið, að vísu gamalli og slit-
inni. Kom hún þó í góðar þarfir og var meðal annars notuð um
sumarið á Stóruborg, enda þurfti að fara langan veg og slæman frá
Skógum, þar sem rannsóknarfólkið bjó, og niður að Stóruborg.
Utanferðir safnmanna.
Þjóðminjavörður sótti ásamt Gísla Gestssyni og Herði Ágústssyni
fund eða seminar um þróun járnaldarhúsa á vesturnorræna menn-
ingarsvæðinu, sem haldið var í Útsteinsklaustri utan við Stafangur
25.—28. maí og fluttu hinir síðarnefndu þar framsöguerindi um ís-
lensk torfhús, sem miklar umræður urðu um, enda ekki annars
staðar meiri heimildir um norræn járnaldarhús en einmitt hér á landi,
þar sem eru hinir gömlu torfbæir. Þá sótti þjóðminjavörður fund
norrænna þjóðminjavarða í Röros í Noregi 25.—27. apríl, en þar var
einkum fjallað um byggingavernd á Norðurlöndum en einnig um
margvísleg önnur sameiginleg mál, einkum sem snerta þjóðminja-
vörslu landanna. — Einnig sótti þjóðminjavörður fund hjá Evrópu-
ráðinu í Strasbourgh ásamt Runólfi Þórarinssyni stjórnarráðs-
fulltrúa um skipulag og vernd gamalla borgarhverfa.
Þjóðminjaverði var boðið til Þýskalands 24.—30. september á
vegum Inter nationes, ríkisstofnun í Vestur-Þýskalandi, sem býður
árlega gestum hvaðnæva úr heiminum til kynnisferða um landið.
Ferðaðist hann um Miinchen, Stuttgart og Bodensee, til Berlínar,
Kölnar, Bonn og Achen og skoðaði einkum söfn og ýmsar menningar-
stofnanir.