Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 195
SKÝKSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1978
199
friðunarnefnd höfðu hönd í bagga með, Kálfatjarnarkirkja á Vatns-
leysuströnd og Snóksdalskirkja í Miðdölum. Er Kálfaitjarnarkirkja
að sönnu ekki fullbúin. Hafa þeir Hörður Ágústsson og Þorsteinn
Gunnarsson arkitekt haft umsjón með viðgerðinni.
I Ijós kom, að endurvinna þurfti talsvert við grind Saurbæjar-
kirkju á Rauðasandi, sem áður stóð að Reykhólum. Hafði ekki verið
gætt nægilegrar vandvirkni við samsetningu grindar og varð að taka
klæðnmgu frá austurgafli og treysta grindina þar og viðbúið, að
yfirfara þurfi grindina alla að nýju. Hefur Gunnar Guðmundsson
smiður tekið að sér að sjá um að ljúka endursmíð kirkjunnar, en
þetta hefur reynst meira og erfiðara verk en ætlað var í upphafi.
Þá var gamla pakkhúsið á Hofsósi, sem er í eigu safnsins, mælt og
teiknað mjög vandlega og gerðar teikningar að endursmíð þess svo og
teikningar, sem sýna hvernig húsið var í upphafi. Unnu þetta verk
tveir danslcir arkitektar frá teiknistofu Karsten Rönnows í Kaup-
mannahöfn, Soren Vadstrup og Anne Lukke. Ekki er þó hægt að
segja, hvenær unnt verður að ráðast í viðgerð þessa merka húss, en
það þyrf'ti að gera fyrr en seinna.
Þá mældi Hjörleifur Stefánsson arkitekt húsið Breiðfjörðsbúð við
Aðalstræti og Fjalaköttinn svonefnda mjög vandlega upp á vegum
Húsafriðunarnefndar og rannsakaði öll byggingarstig þess og hann
mældi einnig á vegum nefndarinnar Staðarkirkju í Hrútafirði, auk
þess sem hann vann að ýmsum verkefnum á vegum hennar, svo sem
mælingum og umsjón með Félagshúsi í Flatey. Einnig hafði hann um-
sjón með viðgerð Grundarkirkju í Eyjafirði á vegum Þjóðhátíðar-
sjóðs, Laxdalshúss á Akureyri á vegum Akureyrarbæjar og hús-
anna í Neðstakaupstað, Faktorshúss og Turnhúss, sem verið er að
gera við á vegum Isafjarðarkaupstaðar, en Húsafriðunarnefnd kost-
aði vinnu hans þar. Er aðaláherslan lögð á Faktorshúsið, en á Turn-
húsi var gert við þakleka til að firra húsið frekari skemmdum.
Þorsleinn Gunnarsson lauk teikningum að Gömlubúð á Eski-
firði og var unnið að klæðningu hússins og við þak.
Hörður Ágústsson lauk við að mæla upp bæinn á Hólum í Eyja-
firði, en ekki er enn útséð um hversu fer um varðveislu þessa gríðar-
merka bæjar og má ekki lengur dragast að taka ákvörðun í því
máli ef bærinn á ekki að eyðileggjast, en hann er kominn á vara-
samt stig.
Hafist var handa að nýju um viðgerð Norska hússins í Stykkis-
hólmi, en lítið hafði verið unnið við húsið undanfarið. Var sett ný
útihurð með dyraumbúnaði og gengið frá þurrklofti og efri hæð húss-