Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 196
200
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ins er mikið til búin undir málningu. Fer nú smám saman að hilla
undir lok þessarar gríðanniklu viðgerðar, en hún er mikið og vanda-
samt verk.
Byggðasöfn.
Á fjárlögum voru veittar kr. 14 millj. til byggðasafna og skiptist
það fé í byggingarstyrki og rekstrarfé, þ. e. endurgreiðslu hálfra
gæslulauna. Byggingarstyrkir voru sem hér segir skv. ákvörðun Fjár-
veitinganefndar Alþingis: Byggðasafn Akraness og nærsveita, kr.
300 þús.; til viðgerðar kútters Sigurfara, Akranesi, kr. 600 þús.; til
viðgerðar Norska hússins í Stykkishólmi, kr. 600 þús.; til nýbygg-
ingar byggðasafnshúss á Hnjóti, kr. 200 þús.; til nýbyggingar Minja-
safnsins á Akureyri, kr. 500 þús.; til Byggðasafns Þingeyinga, kr. 400
þús.; til Safnastofnunar Austurlands, kr. 850 þús.; til Byggðasafns
Austur-Skaftfellinga, v. viðgerðar Gömlubúðar, kr. 300 þús.; til
Byggðasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kr. 200 þús.; til
Byggðasafns Vestmannaeyja, kr. 300 þús.; til Byggðasafns Árnes-
sýslu, v. húss yfir skipið Farsæl, kr. 200 þús.; til Byggðasafns Suður-
nesja, kr. 50 þús.; til Sjóminjafélags í Hafnarfirði, kr. 250 þús.; til
Þingeyrakirkju, viðgerðarstyrkur kr. 400 þús.; til Mosfellskirkju í
Grímsnesi, viðgerðarstyrkur, kr. 400 þús.; til Gömlubúðar á Eski-
firði, viðgerðarstyrkur, kr. 400 þús.; til Saurbæjarkirkju á Rauða-
sandi, viðgerðarstyrkur, kr. 300 þús.; til Vallakirkju í Svarfaðardal,
viðgerðarstyrkur, kr. 200 þús.; til Snóksdalskirkju, viðgerðarstyrkur,
kr. 200 þús. Alls eru þetta krónur 8.750 þús., en afgangurinn var
greiddur í gæslustyrk við söfnin og nægði þó engan veginn fyrir þeim
útgjöldum.
Helstu nýmæli í byggðasöfnunum voru þau, að 15. apríl var tekið
í notkun nýtt byggðasafnshús í Vestmannaeyjum, í sama húsi og
bókasafnið er. Sökum samgönguerfiðleika gat enginn frá Þjóðminja-
safni verið viðstaddur þá athöfn, en safnið hefur þarna fengið mjög
gott húsnæði, og mun hið ágæta safn þeirra Vestmannaeyinga taka
stakkaskiptum við hinn nýja aðbúnað. — Ragnar Óskarsson kennari
hefur tekið við umsjón safnsins af Þorsteini Víglundssyni, sem stofn-
aði það og hefur alla tíð haft umsjón með safninu, enda má það heita
verk hans eins.
Minjasafnið á Akureyri tók í notkun hina nýju viðbyggingu við
Kirkjuhvol hinn 1. júlí við hátíðlega athöfn. Bætir þessi viðbygging
mjög úr brýnni þörf safnsins, en þar fengust tveir rúmgóðir sýning-