Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 197
SKÝRSLA TJM ÞJÓÐMINJASAFNII) 1978
201
arsalir á fyrstu hæð og í kjallara. Samt er þó kreppt að safninu og
er sýnt, að það hlýtur að vaxa upp úr húsnæði sínu innan tíðar.
1 maí var hluti safnmuna Byggðasafns Þingeyinga fluttur frá
Grenjaðarstað í nýja safnhúsið á Húsavík. Voru einkum fluttir hlut-
ir, sem voru í fleiri eintökum en einu og aðrir, sem ekki áttu bein-
línis heima í gamla bænum, en kappkostað verður að hafa hann svo
búinn sem slíkir bæir voru á sinni tíð. Aðstoðaði Þorkell Grímsson
safnvörður við flutning munanna. Fór hann þá jafnframt með einn
atgeirinn, sem fannst í Grísatungufjöllum árið 1965 og verður
hann til sýnis þar í safninu.
Byggðasafnið í Skógum hóf undirbúning ofantöku gamla íbúðar-
hússins í Holti á Síðu, sem áformað er að flytja til safnsins og er
dæmigert timburhús úr sveit á sinni tíð, reist af Árna Gíslasyni sýslu-
manni, 1879.
Byggðasafn Árnessýslu þurfti að rýma geymslu sína um sumarið
og hafði í engan stað að venda með hluti þá, sem þar voru geymdir, og
tók Þjóðminjasafnið þá til geymslu að Bessastöðum. Voru það einkum
baðstofuviðir frá Tungufelli og ýmsir aðrir munir af stærra tagi.
Hinn 16. apríl var haldinn fundur þjóðminjavarðar og safnstjórnar
Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum viðvíkj-
andi nýbyggingu við safnið. Er áhugi á að bæta álmu við húsið fyrir
landbúnaðartæki og ýmsa stóra hluti, en ekki hefur enn reynst f jár-
hagsgrundvöllur fyrir að ráðast í nýbyggingu.
Húsafriðunarnefnd.
Húsafriðunarnefnd hélt 8 fundi á árinu þar sem einkum var fjall-
að um friðlýsingar, rannsóknir bygginga og viðgerðareftirlit og
einnig úthlutaði nefndin úr Húsafriðunarsjóði.
Húsafriðunarsjóður nam alls kr. 17.3 millj. Voru veittir eftirtaldir
styrkir úr sjóðnum: Til gömlu símstöðvarinnar á Seyðisfirði, kr. 1
millj.; til Gömlubúðar á Eskifirði, kr. 1,5 millj.; til flutnings og end-
ursmíði hússins í Holti á Síðu, kr. 500 þús.; til Norska hússins í Stykk-
ishólmi, kr. 1,5 millj.; til Gömlubúðar á Höfn í Hornafirði, kr. 1
millj.; til Þingeyrakirkju, kr. 1 millj.; til Benediktsenshúss í Flatey
kr. 1 millj.; til Mosfellskirkju í Grímsnesi, kr. 2 millj.; til Saur-
bæjarkirkju á Rauðasandi, kr. 1 millj. — Að auki kostaði sjóðurinn
sérfræðilega vinnu og eftirlit með viðgerðum ýmissa af þessum húsum
og nokkurra annarra. Unnu einkum þau verk Hjörleifur Stefánsson
arkitekt, Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt.