Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 198
202
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þjóðfvátíðarsj óöur.
Á árinu 1977 var stofnaður svonefndur Þjóðhátíðarsjóður af af-
rakstri þeim, sem varð af útgáfu minnispeninga úr silfri og gulli á
þjóðhátíðarárinu 1974. Var svo ákveðið í skipulagsskrá sjóðsins, að
fjórðungur af ráðstöfunarfé hans skyldi renna til varðveislu forn-
minja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum
Þjóðminjasafns. Var þjóðminjavörður skipaður í varastjórn sjóðsins
svo og Árni Björnsson safnvörður.
Fyrsta úthlutun sjóðsins var á árinu 1978 og komu í hlut safns-
ins kr. 17,5 milljónir og var þeim úthlutað á eftirfarandi hátt: Til
silfurrannsókna kr. 3.760 þús.; til viðgerðar safngripa kr. 919 þús.;
til endursmíði Kornhúss frá Vopnafirði kr. 2.883 þús.; til viðgerðar
Grundarkirkju í Eyjafirði kr. 816 þús.; til viðgerðar bæjarins að
Galtastöðum fram í Hróarstungu kr. 1.307 þús., og til skráningar-
starfs þjóðháttaefnis kr. 2.209 þús.
Þessi sjóður er í rauninni hvalreki fyrir safnið og þjóðminja-
vörsluna og varðveislu menningarminja yfirleitt, en talsverðum hluta
þess fjár, sem sjóðstjórn úthlutar sjálf, er varið á svipaðan hátt.
Þannig var t.d. veitt til bvggingar safnhúss á Hnjóti í Örlygshöfn,
kr. 4 millj.; til nýbyggingar við Minjasafnið á Akureyri, kr. 6 millj.;
til byggingar Þjóðveldisbæjar í Þjórsárdal, kr. 2,4 millj.; til upp-
mælingar gamalla húsa í Suður-Múlasýslu og skráningar og minja-
söfnunar á Austurlandi, kr. 1,5 millj.; til viðgerðar bátsins Hrólfs
Gautrekssonar NK 2, sem smíðaður var 1906 og er í umsjá Safna-
stofnunar Austurlands, kr. 1 millj.; til viðgerðar Gömlubúðar á
Eskifirði, kr. 1 millj.; til viðgerðar Þingeyrakirkju, kr. 1 millj.; til
viðgerðar á munum Minjasafns Austurlands, kr. 500 þús.
Svo er ráð fyrir gert, að sjóður þessi eigi ekki að verða til þess
að fastar fjárveitingar ríkissjóðs til safna og minjaverndar minnki
og er sannarlega óskandi að svo verði ekki. Hér á landi eru næsta fáir
sjóðir eða aðrir tekjustofnar, sem sækja má í fé til slíkra hluta og hef-
ur í flestum tilvikum orðið að leita til ríkissjlóðs um hvaðeina af því
tagi. Er til dæmis bagalegt, hve sveitarfélög og kaupstaðir eru oft
vanmegnug hvað snertir fj árveitingar til byggðasafna og menn-
ingarminjaverndar úti í héruðum, enda tekjustofnar þar oft ótryggir
og í mörg horn að líta um fjárútlát. Er því óvíða hægt að ráðast í
meiri háttar verkefni byggðasafnanna og því ljóst, að sjóður þessi
bætir mjög úr brýnni þörf. Þjóðminjasafnið hefur ekki sótt um
meiri fjárveitingar úr sjóðnum en því eru áskildar í stofnskrá, enda