Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 200
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1978
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í fornaldarsal Þjóð-
minjasafnsins hinn 5. desember 1978 og hóst kl. 8.30. Fundinn sátu um 50 félag-
ar.
Formaður félagsins, dr. Jón Steffensen, setti fundinn og minntist síðan þeirra
félaga sem stjórnin hafði spurt að látist hefðu síðan síðasti aðalfundur var
haldinn. Þeir eru:
Jóhannes Pálmason sóknarprestur, Reykholti.
Jón Arnfinnsson garðyrkjumaður, Reykjavík.
Kristján Bjartmarz, fv. oddviti, Stykkishólmi.
Sigurður Draumland, Akureyri.
Stefán Eggertsson sóknarprestur, Þingeyri.
Strömbáck, Dag, prófessor, Uppsölum.
Tómas Tómasson forstjóri, Reykjavík.
Turville-Petre, Gabriel, prófessor í Oxford.
Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn.
Formaður skýrði síðan frá því að Árbók félagsins fyrir árið 1978 mundi
koma út skömmu eftir áramót eins og venja hefur verið um undanfarna árganga.
Síðan gerði formaður grein fyrir því, að Hafsteinn Guðmundsson bókaútgef-
andi hefði boðist til að gefa út ljósprentaða þá árganga Árbókar sem ei"U og
hafa lengið verið ófáanlegir. Kvað hann stjórnina hafa tekið þessu ágæta boði
með þökkum og lét í Ijós þakkir félagsins til Hafsteins fyrir þetta lofsverða
framtak hans.
Þessu næst las féhirðir upp reikninga félagsins fyrir árið 1977.
Formaður ræddi lítillega um fjárhag félagsins og sagði að gera mætti ráð
fyrir að árgjald hækkaði eitthvað vegna aukins útgáfukostnaðar Árbókar.
Nú gaf formaður orðið laust ef einhver óskaði að taka til máls en svo reynd-
ist ekki vera.
Formaður gaf þá dr. Sveinbirni Rafnssyni orðið og flutti hann erindi um
íslensku fornleifaskýrslurnar frá 1817—23. Gerði ræðumaður ágæta grein fyrir
tildrögum að söfnun skýrslnanna og störfum fornleifanefndarinnar á Islandi,
einkum mikilli og virkri þátttöku Finns Magnússonar prófessors í því. Lauk
hann máli sínu með því að setja þessa starfsemi alla í menningarsögulegt sam-
hengi. Gerðu fundarmenn hinn besta róm að máli ræðumanns.
Að fyrirlestrinum loknum svaraði dr. Sveinbjörn nokkrum fyrirspurnum.
Fleira gerðist ekki og var fundi siitið.
Jón Steffensen
Kristján Eldjárn