Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Qupperneq 1
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
TVEIR ÚTHÖGGNIR DYRUSTAFIR
FRÁ LAUFÁSI
Grein þessi er hluti af tveggja binda verki um Laufásstað, sem höfundur lauk við árið
1982. Hann flutti efni þetta sem fyrirlestur á aðalfundi Hins íslenzka fornleifafélags árið 1982.
Þar sem bið verður á því um sinn að verk þetta komi fyrir almenningssjónir þótti honum við
hæfi að gefa lesendum Árbókarinnar kost á því að kynnast niðurstöðum rannsóknar hans á
einu af snilldarverkum íslenskrar myndlistar frá 13. öld.
Viðamestir og e.t.v. elstir þeirra hluta, er séra Björn Halldórsson sendi
Þjóðminjasafni íslands árið 1866, eru áreiðanlega „tveir úthöggnir dyra-
stafir", eins og hann nefnir þá í skýrslu sinni. Þeir standa nú í fornaldarsal
safnsins og bera safnnúmerið Þjms. 395. Stafirnir höfðu áður prýtt fram-
stafn torfkirkjunnar í Laufási.
Áður en lengra er haldið skulum við til hægðarauka kalla stafinn með
dýraívafinu „dýrastaf" en hinn með pálmettusniglunum „pálmettustaf".
Fyrstur manna ritaði Sigurður Guðmundsson um Laufásstafi. Kallar
hann stafina stoðir og lýsir þeirn þannig: „Tvær fornar KIRKJUSTOÐIR úr
furu eða rekavið úr Laufáskirkju, sem stóðu þar síðast sem dyrastafir við
útidyr kirkjunnar, og allt frá því að torfkirkja var bygð 1744, sem var rifin
1864. (1. mynd) Þær eru 4 álnir og 3 þumlúngar á hæð, en rúmir 12 þuml-
úngar á breidd. Þeim hefir báðum verið flett að endilaungu framar en í
miðju, og er auðséð, að rnenn hafa sem lengst viljað vernda framhliðina
vegna útskurðarins, því að einúngis framhliðin virðist að hafa verið skor-
in. Stoðirnar eru ávalar eða hálfsívalar að framan, og hafa að öllum líkind-
um upprunalega verið hérumbil jafnþykkar á alla vegu. Utan í röndina á
annari stoðinni annarsvegar sést tveggja þumlúnga djúpt gróp frá efst til
neðst, sem að líkindum er eptir þilið, sem hefir verið greypt inn í hana
annarsvegar, en hinsvegar sést ekkert votta fyrir grópi. Á hinni stoðinni
sést ekkert votta fyrir grópi, því að henni hefir til allrar ógæfu verið flett
svo nærri skurðinum, að allt þilgrópið er farið af, samt getur það hafa ver-
ið eins á henni. Það, að grópið er annars vegar, sýnir helzt, að stoðirnar
rnuni hafa staðið beggjamegin við dyr eða inngáng, eins og þær gjörðu