Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 13
TVEIR ÚTHÖGGNIR DYRUSTAFIR FRÁ LAUFÁSI
17
misjöfn. Sum eru nokkurn veginn lárétt, önnur á ská en tvö a.rn.k. eru í
lóðréttri stöðu. Hvar ætti að koma svona planka skornum tæplega 4 m
löngum, rúmlega 30 crn breiðum og 15 cm þykkurn fyrir lárétt í fornri
miðaldakirkju norrænni? Eru einhver dæmi urn það? Nei.
Bæði Sigurður Guðmundsson og Pálmi Pálsson telja ólíklegt að stoðirn-
ar eins og þeir kalla stafina hafi „staðið saman upphaflega eða hvor á móti
annarri við dyr", „enda munu þær varla vera frá sömu dyrunum eða yfir-
höfuð eiga saman." Sigurður Guðmundsson virðist helst vera þeirrar
skoðunar að þetta séu leifar innstöpla.
Séu stafirnir frá Laufási virtir vel fyrir sér sjást greinilega rnerki nún-
ingsslits á jöðrum þeirra svo sem eins og 70 cm upp frá neðri brún. (1.
mynd) Þetta hef ég leyft mér að kalla handaför kirkjugesta. Af þessu virð-
ist mér mega ráða tvennt. I fyrsta lagi að stafirnir séu samstæðir. I öðru
lagi að pálmettustafurinn hafi staðið hægra rnegin í dyrum þegar inn var
gengið því núningurinn á honum er vinstra megin og að dýrastafurinn
hafi verið vinstra rnegin því að slitið á honum er hægra megin. Sé þetta
rétt athugað sýnist það gefið að þilgróp hefur verið vinstra megin á dýra-
staf og hægra megin á pálmettustaf, séð frá.áhorfanda.
Frekari röksemdir fyrir því að stafir þessir séu dyratré eru m.a. þær að
svo langt aftur sem séð verður eru þeir við dyr í Laufáskirkju. Allt eðli
Laufásstafa bendir eindregið til að þeir séu viðhafnardyrustafir á borð við
þá sem sjást í norskum stafkirkjum.
Lítum næst á myndskurð fjalanna og hlerum fyrst eftir hvað dr. Ellen
Marie Mageroy hefur að segja um það efni. I kaflanum „Romansk og got-
isk til 1550" tekur hún Laufás- og Mælifellsstafi til sameiginlegrar rann-
sóknar. Hún segir að einkennandi fyrir jurtavafningana á öllurn þessum
stöfum eða fjölum sé „det blote og runde, og der hvor vi har rankemotiv-
er, en tendens i retning av det sammenslyngede og innfiltrede. Det er de
mindre grenene som slynger seg om hovedstengelen. Bladene er opdelt i
fliker med rund afslutning. En av flikene er ofte forlenget og ender i en
opprulling eller et helt lite blad av samme type som det forste. Paralleller
til denne bladform finner vi báde i Norge og andre land. I Norge særlig
tydelig pá sydportalen i Uvdal stavkirke, Numedal." Hún bendir og á
hliðstæður í grafhvelfingu Lundardómkirkju og í handritum og helgi-
skrínum frá meginlandinu. Henni sýnist þetta formstef eigi rætur í róm-
anskri list er lifi áfram í þeirri gotnesku.
Annað sérkenni dregur dr. Ellen Marie fram í dýrastafnum. Þar, segir
hún „at det med jevne mellomrom synes á heve sig smá „tuer" fra grunn-
en. Hovedstengelen forsvinner inn gjennom en spalte pá den ene siden av
„tuen" og tres likesom tvers igjennom den for á komrne ut igjen pá den