Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lögðu er list Laufásstafa grein á hinum mikla meiði kirkjulistar evrópskra
miðalda, sem aftur á rætur í grísk-rómverskum fornaldararfi. Einkum á
þetta við skreytilistina þar sem gríski akantusinn skipar hásæti. En það er
einmitt hann sem lagður er til grundvallar myndbyggingu Laufásskurðar.
Það er því hvorki þjóðleg list né norræn sem verður fyrir okkur á ofan-
verðri 13. öld í Laufási, heldur angi alþjóðlegrar listar, sem í stórum drátt-
um er borin uppi af klassískum anda grískum. Hitt er annað mál að hver
söng með sínu nefi. Grundvallarlögmál lá að vísu að baki meginhugsun,
sem hver og einn hafði frelsi eða valkosti að vinna úr eftir gáfum, upplagi
og aðstæðum hvers staðar, hverrar stundar. Þetta gildir að sjálfsögðu um
höfund Laufásstafa eins og aðra. Land hans leyfði honum ekki að höggva
í stein, jafnvel efni það sem hann notaði, tréð, varð hann að fara sparlega
með. Það var innflutningsvara. Þess vegna er skurður hans fremur grunn-
ur eins og flestra landa hans. Fyrir bragðið fær hann sérstakt og sérkenni-
legt svipmót, verður allt að því mjúklátur og blíður ásýndum. Ekki verður
heldur annað séð við núverandi aðstæður en sá sami höfundur hafi haft
persónulegt frumkvæði í uppbyggingu myndstefja sinna. Við þekkjum
a.m.k. ekki slíka sambúð þéttra og gisinna blöðkusnigla sem á pálmettu-
staf annars staðar frá eða þá dirfsku hans að setja gerólík myndstef saman
við einar dyr. „Hlaupandi hundurinn" hans er einnig einstakur. Ekki
skiptir það minna máli að hann er meistari í sjálfri útfærslunni. Með því á
ég við að hann hefur hlotið í vöggugjöf mikla listgáfu og haft tækifæri til
að þroska hana í góðum skóla. Mjög líklega séð sig um í veröldinni, síðan
stundað list sína af alvöru og innsæi hins fullburða manns. Þýðingarmest
var þó að þjóðfélagið, sem hann lifði í, þurfti á list hans að halda. Tæplega
hefur hann annað gert um dagana en vinna að henni. Með öðrum orðum
hann er „professional" eins og sagt er á erlendum málum. Verk hans bera
öll einkenni hámenningar. Við getum því með góðri samvisku nefnt höf-
und stafanna okkar góðu Laufásmeistarann.
Afar erfitt er að gera sér grein fyrir stöðu Laufásskurðar innan íslenskr-
ar myndlistar á 13. öld, til þess er samanburðarefni alltof rýrt. Valþjófs-
staðahurðin, stafirnir frá Mælifelli og brotin frá Hrafnagili eru það eina.
List þessara verka lýsir sama hámenningaranda. Mælifellsskurður gæti
jafnvel verið eftir höfund Laufásstafa. Sé tímarýmið stækkað og litið á
verk frá öndverðri 12. öld og fram undir siðskipti, sýnist frumkraftur
arkaismans í Flatatunguskurði vera horfinn úr list Laufásstafa. A engri úr-
kynjun ber heldur líkt og í list Munkaþverárfjalar, sem sannanlega er gerð
eftir 1429. Svo er að sjá sem list Laufásstafa beri í sér öll einkenni hins
klassíska anda, að vera í jafnvægi, standa mitt á milli arkaisma og úrkynj-
unar. Ikónógrafía þeirra segir í rauninni hið sama. I henni felst ekki strang-