Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Athyglisverðustu niðurstöður félagssálarfræðilegra rannsókna eru m. a.
ákveðin almenn lögmál um hegðun manna, sem eru óháð tíma og rúmi. I
rýmisbundnu atferli sýnir eða tjáir maðurinn félagsleg og tilfinningaleg
tengsl sín við aðra menn. (Gron 1988:47f). Önnur mikilvæg niðurstaða er
að atferli mannsins í rýminu er ekki tilviljanakennt. (Canter 1991:12,
Tanner 1991:21). í stuttu máli er hægt að ganga út frá því sem vísu að fólk
hafi á forsögulegum tíma haft svipað rýmisbundið atferli (félags-, vist-
fræði- og trúarbundið) og menn hafa enn þann dag í dag, þó svo að atferl-
ið hafi tekið á sig aðrar myndir eða verið tjáð á öðruvísi hátt.
Á sjötta áratugnum var því haldið fram að fjarlægð á milli tveggja ein-
staklinga væri í réttu hlutfalli við hina félagslegu fjarlægð þeirra á milli,
og að til væru fleiri slíkar fjarlægðir, eða stig fjarlægða. T. d. var talað um
nána fjarlægð, persónulega fjarlægð og opinbera fjarlægð. (Gron 1988:48).
Dæmi um slíkar fjarlægðir er t. d. að yfirmenn fyrirtækja eða stofnana
sækjast eftir því að setjast sem lengst frá dyrum fundarherbergja, vegna
þess að svæðið næst dyrunum hefur lægstu stöðuna. Annað dæmi er hægt
að nefna, en það er þegar tveir einstaklingar ætla að setjast við kringlótt
borð. Það sem ræður því hvar þeir setjast eru hin félagslegu tengsl við-
komandi, t. d. hvort um er að ræða kærustupar, launasamningamenn, lög-
fræðinga o. s. frv. Svipað hegðunarmunstur má sjá á bekkjum almenn-
ingsgarða, biðskýlum strætisvagna og annars staðar þar sem fólk þarf að
umgangast.
Rétt er að taka það fram að með félagsbundnu atferli á ég ekki við það
sem á erlendum tungumálum hefur verið kallað „territoriality" eða „revir-
beteende". Þess háttar atferli er að mínu viti líffræðilegs eðlis og eðlislægt,
en ekki félagslegt eða menningarlegt. Sama mun sé ég á hugtökunum fél-
agsbundnu rými og „territory" eða „revir", þ. e. a. s. félagsbundið rými er
ekki líffræðilegs eðlis eða eðlislægt. Þó er það rétt, sem á hefur verið bent,
að „territory/revir" er fyrst og fremst afleiðing af atferli í rýminu, (Malm-
berg 1983:9), og sama gildir um félagsbundið rými, það er ekki til án
atferlis eða hreyfingar í rýminu. „Skynjun d rými styrkist eða fær innihald
með pví að hreyfa sig í pví." (Nordbladh og Rosvall 1978:95). Aðrir þættir
sem skipta máli fyrir skynjun mannsins á rýminu eru hitastig, lykt og
hljóð o. s. frv.
Munurinn á hugtökunum felst einnig í því að hið félagsbundna rými á
aðeins við um menn, en „territoriality/revirbeteende" á við um atferli hjá
nánast öllum lifandi verum.
Hugtakið „territory/revir" er upprunnið í líffræðilegu samhengi og er því
frekar óheppilegt í fornleifafræðilegu samhengi vegna þess að með því er
gefið í skyn að maðurinn stjórnist af frumeðli sínu og hvötum einum sam-