Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Til að geta þróað þessa hugmynd nánar og finna samsvörun við hinn félagslega arf annarstaðar, þarf meiri efnivið en aðgengilegur er í dag. Samskonar samanburður á íslenskum efnivið er ómögulegur, bæði vegna ástæðna sem rekja má til uppgraftartækni og gripafátæktar. Þó er mögu- legt að aðrir flokkar gripa, en þeir sem eru notaðir hér á eftir, geti lagt eitt- hvað af mörkum í þessu sambandi. Ahugavert væri t. d. hvort nýafstaðnar rannsóknir að Stóruborg, undir Eyjafjöllum (Mjöll Snæsdóttir 1991), rannsóknir í Viðey (Margrét Hall- grímsdóttir 1991) og að Stöng (Stenberger 1943 og Vilhjálmur Ö. Vil- hjálmsson 1989) hafi ekki einhverjar upplýsingar í þessu sambandi. Á Stóruborg var löng búseta á sama stað og sömuleiðis í Viðey. Er ekki ein- hverra breytinga að vænta á félagslegum tengslum fólks í gegnum tíðina á þessurn stöðum, eða breytist hinn félagslegi veruleiki raunverulega ekki? Athyglisvert væri t. d. að athuga hvort ekki má sjá breytingar í Viðey þeg- ar staðurinn breyttist úr veraldlegum bóndabæ í klaustur árið 1226. Er hinn félagslegi veruleiki sá sami allan tímann? Félagssálarfræðilegum aðferðum og kenningum hefur ekki verið beitt mér vitanlega við rannsóknir á víkingaaldarbyggð, og alls ekki á íslenskan efnivið né norrænan. Yfir höfuð er umræðan um gripi og félagslegt samhengi þeirra á algeru byrjunarstigi. Umræðan um hvort perlur t. d. tengist konurn eða körlurn byggir einvörðungu á kumlafundnum perlum og það gerir einnig umræð- an að miklu leyti um aðra gripi (sjá t. d. Petré 1984). Hægt er að spyrja: hafa gripir úr kumlum sama félagslega veruleika að baki og sams konar gripir sem finnast í húsum, eða öðru veraldlegu samhengi? Flestir fræðimenn eru þó sammála um að perlur í einhverju magni til- heyri heimi kvenna og sama gildir um snældusnúða og önnur tóvinnu- áhöld. Um þetta er fjallað nánar í ritum, sjá t. d. Arwill-Nordbladh 1991, Conkey 1991, Gero 1991 og Hjorungdal 1992. Niðurstaðan af þessari umræðu minni verður að skoðast sem tilgáta sem staðfesta má eða hafna með áframhaldandi rannsóknum á víkinga- aldarbæjum á Islandi og í norðurálfu. Félagslegt samhengi gripa að Granastöðum Áður en ég ræði dreifingu funda og hugsanlega túlkun á henni, tel ég nauðsynlegt að nefna herbergjaskipan skálans með viðbyggingum að Granastöðum (sjá mynd 4). Túlkunin á herbergjaskipaninni byggir fyrst og fremst á byggingarþáttum (arkitektoniskir þættir), en því ber ekki að neita að gripir, og afstaða þeirra á milli ásamt smáatriðum varðandi bygg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.