Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Til að geta þróað þessa hugmynd nánar og finna samsvörun við hinn
félagslega arf annarstaðar, þarf meiri efnivið en aðgengilegur er í dag.
Samskonar samanburður á íslenskum efnivið er ómögulegur, bæði vegna
ástæðna sem rekja má til uppgraftartækni og gripafátæktar. Þó er mögu-
legt að aðrir flokkar gripa, en þeir sem eru notaðir hér á eftir, geti lagt eitt-
hvað af mörkum í þessu sambandi.
Ahugavert væri t. d. hvort nýafstaðnar rannsóknir að Stóruborg, undir
Eyjafjöllum (Mjöll Snæsdóttir 1991), rannsóknir í Viðey (Margrét Hall-
grímsdóttir 1991) og að Stöng (Stenberger 1943 og Vilhjálmur Ö. Vil-
hjálmsson 1989) hafi ekki einhverjar upplýsingar í þessu sambandi. Á
Stóruborg var löng búseta á sama stað og sömuleiðis í Viðey. Er ekki ein-
hverra breytinga að vænta á félagslegum tengslum fólks í gegnum tíðina á
þessurn stöðum, eða breytist hinn félagslegi veruleiki raunverulega ekki?
Athyglisvert væri t. d. að athuga hvort ekki má sjá breytingar í Viðey þeg-
ar staðurinn breyttist úr veraldlegum bóndabæ í klaustur árið 1226. Er
hinn félagslegi veruleiki sá sami allan tímann?
Félagssálarfræðilegum aðferðum og kenningum hefur ekki verið beitt
mér vitanlega við rannsóknir á víkingaaldarbyggð, og alls ekki á íslenskan
efnivið né norrænan.
Yfir höfuð er umræðan um gripi og félagslegt samhengi þeirra á algeru
byrjunarstigi. Umræðan um hvort perlur t. d. tengist konurn eða körlurn
byggir einvörðungu á kumlafundnum perlum og það gerir einnig umræð-
an að miklu leyti um aðra gripi (sjá t. d. Petré 1984). Hægt er að spyrja:
hafa gripir úr kumlum sama félagslega veruleika að baki og sams konar
gripir sem finnast í húsum, eða öðru veraldlegu samhengi?
Flestir fræðimenn eru þó sammála um að perlur í einhverju magni til-
heyri heimi kvenna og sama gildir um snældusnúða og önnur tóvinnu-
áhöld. Um þetta er fjallað nánar í ritum, sjá t. d. Arwill-Nordbladh 1991,
Conkey 1991, Gero 1991 og Hjorungdal 1992.
Niðurstaðan af þessari umræðu minni verður að skoðast sem tilgáta
sem staðfesta má eða hafna með áframhaldandi rannsóknum á víkinga-
aldarbæjum á Islandi og í norðurálfu.
Félagslegt samhengi gripa að Granastöðum
Áður en ég ræði dreifingu funda og hugsanlega túlkun á henni, tel ég
nauðsynlegt að nefna herbergjaskipan skálans með viðbyggingum að
Granastöðum (sjá mynd 4). Túlkunin á herbergjaskipaninni byggir fyrst
og fremst á byggingarþáttum (arkitektoniskir þættir), en því ber ekki að
neita að gripir, og afstaða þeirra á milli ásamt smáatriðum varðandi bygg-