Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Lokaorð
Eins og fram hefur komið hér að framan tel ég mögulegt að nýta sér
álíka niðurstöður og fram hafa komið í þessari grein, m. a. til þess að
varpa ljósi á spurninguna um uppruna íslenska landnámsfólksins. Þetta er
þó ekki gerlegt eins og er, vegna þess að samskonar rannsóknir hafa ekki
enn farið fram annarstaðar á Norðurlöndum. T. d. hefur enn enginn bær
verið grafinn í heild sinni í Norður-Noregi, sem ég tel afar mikilvægt
svæði í þessu sambandi, og ekki einu sinni heill skáli (Bertelsen 1991:24).
Því er útilokað að bera saman einstök svæði á Norðurlöndum, sem er all
mikilvægt, ef hægt á að vera að varpa ljósi á upprunann, en hann er eðli-
lega að sækja utan við landsteinana.
Varla hefur hinn félagslegi veruleiki verið sá sami um alla norðurálfu,
eða um öll Norðurlönd á víkingaöld. Jafnframt tel ég að hinn félagslegi
veruleiki hafi ekki verið eins um allt Island í upphafi byggðar í landinu. T.
d. væri athyglisvert að bera saman norðlenskan bæ, eins og Granastaði, og
sunnlenskan bæ. Eða að bera saman bæ í afdölum við bæ við ströndina
eða á eyju, t. d. á Breiðafirði o. s. frv.
Af umræðunni hér má ráða hversu mikilvægt er að nákvæmlega sé gerð
grein fyrir öllum gripum, og þar með talin bein, sem koma í ljós við fornleifa-
rannsóknir. Einnig sýnir þetta mikilvægi þess að grafin séu stærri svæði við
fornbæi, en ekki aðeins prufuholur og skurðir, þó að slíkur rannsóknarmáti
eigi auðvitað rétt á sér, ef tilgangur rannsóknanna er þessháttar.
Rannsóknirnar að Granastöðum voru fjármagnaðar af Akureyrarbæ í
fimm sumur, Vísindasjóði í fjögur sumur og Saurbæjarhrepp/ Eyjafjarðar-
sveit í þrjú sumur. Ferðastyrkir fengust úr; Medel för frámjandet av
ograduerade forskares vetenskapliga verksamhet; Paul och Marie Berg-
haus' donationsfond og Knut och Alice Wallenbergs stiftelse, allir við
Gautaborgarháskóla. Einnig fékkst ferðastyrkur frá Clara Lachmanns
fond. Aðrir sem lögðu hönd á plóginn voru Þjóðminjastofnun Svíþjóðar í
Kungsbacka og Minjasafnið á Akureyri.
Hrafntinnuflögurnar voru greindar af Kalle Thorsberg, Þjóðminjasafni
Svíþjóðar. Bein voru, og eru, greind af Thomas McGovern og Tom Amo-
rosi við háskólann í New York. Kann ég öllum þessu aðilum bestu þakkir
fyrir aðstoðina.
Mjöll Snæsdóttur vil ég þakka fyrir yfirlesturinn og leiðréttingarnar.
Athugasemdir og tilvísanir
1. Greinarhöfundur hefur þýtt allar erlendar tilvitnanir.
2. Megin gagnrýnin gengur út á að ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að forsögu-
legur hópur hafi lifað við samskonar aðstæður og hópur sem bera á saman við. Varð-