Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
álita þegar leitað er að bænatexta sem skipt var í sjö hluta með Ave Maria
og lesa átti fyrir Maríumynd. Hér á landi sem annars staðar hefur Ave
Maria oft verið lesin frammi fyrir Maríulíkneski. I handritinu AM 764 4to
sem mun skrifað á árunum 1376-1386 í Skagafirði, að öllum líkindum í
Reynistaðarklaustri, er á f. 36r safn Maríunafna á latínu, alls 72 að tölu,
og í klausu framan við þau er sagt að þau skuli lesa fyrir Maríumynd
ásamt sjö Ave Maria:
32
Sua finz skrifat j miraculis sellar marie at þessi nofn lxx oc ij heyra
henni til oc fyrir helgan anda henni til borin þeir sem þessi nofn lesa
ahuern laugar dag godfusliga fyrir minni likneskiu stadfastr j idran oc
lati fylgia vij aue maria mun eg honum syniliga birtaz fyrir hans andlat
oc gera hann erbingia j riki guds sonar
nofn mariu
Ulua. uirgo. flos. nubes. regina. aepthecos. theothecos. inperatnx. paci-
fica. dei. ge I nitrix immaculata. domina. pia. I theorna. luna. solaris.
acies. porta. tellus. domus. templum. beata. gloriosa. aula. I rubus.
scola. scala. stella. ancilla. mala granata. uua. uinea. turris. re I dentrix.
liberatnx. archa. thellamus cinnamomum. balsamum. generacio homo.
fe I mina. amica. uallis. columba. turtur. tuba. uber. pulcra pharetra.
mater. I alma. sponsa. formosa. benedicta. rosa. lilium. ianua. ciuitas.
tabernaculum. I mulier magna. alumpna MARIA
Hliðstæð söfn Maríunafna eru til í erlendum handritum frá 11. og 12.
öld. Dæmi eru um að nöfnin séu 68 að tölu en einnig ýmist færri eða fleiri
og sum afbökuð. Sams konar klausa er einnig framan við Maríunöfnin í
erlendum handritum, og hún vitnar um að litið var á þau sem eins konar
bæn, enda talið að nöfnin væru heiðurstitlar Maríu og af þeim mætti
draga ýmsan lærdóm um eðli hennar og hlutverk. Af klausunni í AM 764
4to má skilja að lesa eigi Ave Maria á eftir nöfnunum, en í erlendum hand-
ritum eru dæmi um að Ave Maria sé lesin inn á milli nafnanna. I raun
heyra Maríunöfnin til kveðjuhymnanna eða bænanna, enda eiga hin fjöl-
mörgu Maríunöfn sem í þeim eru rætur að rekja til safna Maríunafna.
I tíðabókum fer rímuð lofgerð til Maríu um sjö fögnuði hennar stund-
um á undan Maríunöfnunum. Á 11. öld fór tilbeiðsla tengd fögnuðum og
sorgum Maríu vaxandi og bænatextar út af þeim sem ætlaðir voru jafnt til
lestrar í einrúmi sem við helgisiðahald breiddust út. Upphaflega voru
fögnuðirnir fimm að tölu, boðun Maríu, fæðing Jesú, upprisa Krists, upp-
stigning hans og himnaför Maríu, en þeim fjölgaði í sjö þegar tilbeiðslu
vitringanna og hvítasunnuundrinu var bætt við, og að lokum urðu fögn-
uðirnir 25 að tölu þegar flest var.