Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í erlendum handritum eru dæmi um að lesa eigi Ave Maria á milli bænahluta eða erinda í kvæðum um sjö fögnuði Maríu, og Maríubænin markar því skiptingarnar sem Faðir vor markar í Maríusaltara og rósin- kransinum. Eitt elsta og þekktasta helgikvæðið um sjö fögnuði Maríu er eftir Philippe de Gréve (d. 1236) kanslara við Parísarháskóla og það hefst á orðunum Virgo, templum trinitatis (Chevalier 21899). í kvæðinu eru 22 er- indi, þrjú um hvern af hinum sex fyrstu fögnuðum, boðunina, fæðinguna, tilbeiðslu vitringanna, upprisu Krists, uppstigningu hans og hvítsunnu- undrið, en fjögur um sjöunda og síðasta fögnuðinn, himnaför Maríu. Á undan erindunum um hvern einstakan fögnuð á að lesa Ave Maria og þann- ig hafa myndast sjö skiptingar. I frönsku handriti frá 14. öld er kvæðið ranglega eignað Innocentiusi páfa fjórða og hann er auk þess sagður hafa heitið 100 daga afláti fyrir að lesa það frammi fyrir hinni sælu Maríu. Bænir út af sjö fögnuðum Maríu voru þýddar á dönsku og sænsku. Þær eru til í sjö gerðum á dönsku og aflátsheit fylgir þremur þeirra, en í sum- um tilvikum er tekið fram að lesa eiei Ave Maria á milli bænahlutanna 39 ' w sjö. A sænsku eru þær til í fjórum gerðum og afláti er heitið fyrir að lesa eina þeirra. Ekki er vitað til að bænir um sjö fögnuði Maríu hafi varðveist í íslensk- um handritum, hvorki á latínu né í íslenskri þýðingu. ' Minnið um fimm fögnuði Maríu er á hinn bóginn allvíða í íslenskum ritum. í Maríu sögu er helgisögn um elsta andstefið um fimm fögnuði Maríu (Gaude-antífóna) eftir Petrus Damiani (d. 1072) ásamt andstefinu sjálfu á latínu og í íslenskri þýðingu, og einnig helgisögn um munk sem las þetta sama andstef jafn- an frammi fyrir Maríulíkneski, en eftir andlát hans fannst bréf í munni hans með gullbókstöfum sem á voru skrifuð upphafsorð andstefsins. Þá er í bænabókinni með hendi Jóns Þorlákssonar (MS Add. 4895, ff. 33v-34r) alþekkt minnisvísa um fimm fögnuði Maríu á latínu. í íslenskum Maríu- kveðskap eru fögnuðir Maríu einungis fimm að tölu, en sorgirnar hins vegar sjö. Því má í raun segja að úr því að minnið um sjö sorgir Maríu kemur fyrir í íslenskum miðaldakvæðum, er líklegt að sjö fögnuðir hennar hafi einnig verið þekktir hérlendis, þótt nú sé ekki vitað um þá, vegna þess að litið var á þessi tvö minni sem hliðstæður og háð hvort öðru. Heit- bréf Norðlendinga í svarta dauða 16. janúar 1403 að Munkaþverá gæti benti til að svo hafi verið en í því er kveðið á um að: I fyrstu í heiður Jesú Kristí og hans móður skyldi allir prestar syn^ja eftir hverja messu, utan sálumessur, um sinn Gaude virgo mater christi. Chevalier (nr. 7012-23 og 27201-10) telur upp ekki færri en 22 bænir með þessum upphafsorðum og eru flestar þeirra út af fögnuðum Maríu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.