Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Qupperneq 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í erlendum handritum eru dæmi um að lesa eigi Ave Maria á milli
bænahluta eða erinda í kvæðum um sjö fögnuði Maríu, og Maríubænin
markar því skiptingarnar sem Faðir vor markar í Maríusaltara og rósin-
kransinum. Eitt elsta og þekktasta helgikvæðið um sjö fögnuði Maríu er
eftir Philippe de Gréve (d. 1236) kanslara við Parísarháskóla og það hefst á
orðunum Virgo, templum trinitatis (Chevalier 21899). í kvæðinu eru 22 er-
indi, þrjú um hvern af hinum sex fyrstu fögnuðum, boðunina, fæðinguna,
tilbeiðslu vitringanna, upprisu Krists, uppstigningu hans og hvítsunnu-
undrið, en fjögur um sjöunda og síðasta fögnuðinn, himnaför Maríu. Á
undan erindunum um hvern einstakan fögnuð á að lesa Ave Maria og þann-
ig hafa myndast sjö skiptingar. I frönsku handriti frá 14. öld er kvæðið
ranglega eignað Innocentiusi páfa fjórða og hann er auk þess sagður hafa
heitið 100 daga afláti fyrir að lesa það frammi fyrir hinni sælu Maríu.
Bænir út af sjö fögnuðum Maríu voru þýddar á dönsku og sænsku. Þær
eru til í sjö gerðum á dönsku og aflátsheit fylgir þremur þeirra, en í sum-
um tilvikum er tekið fram að lesa eiei Ave Maria á milli bænahlutanna
39 ' w
sjö. A sænsku eru þær til í fjórum gerðum og afláti er heitið fyrir að lesa
eina þeirra.
Ekki er vitað til að bænir um sjö fögnuði Maríu hafi varðveist í íslensk-
um handritum, hvorki á latínu né í íslenskri þýðingu. ' Minnið um fimm
fögnuði Maríu er á hinn bóginn allvíða í íslenskum ritum. í Maríu sögu er
helgisögn um elsta andstefið um fimm fögnuði Maríu (Gaude-antífóna)
eftir Petrus Damiani (d. 1072) ásamt andstefinu sjálfu á latínu og í íslenskri
þýðingu, og einnig helgisögn um munk sem las þetta sama andstef jafn-
an frammi fyrir Maríulíkneski, en eftir andlát hans fannst bréf í munni
hans með gullbókstöfum sem á voru skrifuð upphafsorð andstefsins. Þá
er í bænabókinni með hendi Jóns Þorlákssonar (MS Add. 4895, ff. 33v-34r)
alþekkt minnisvísa um fimm fögnuði Maríu á latínu. í íslenskum Maríu-
kveðskap eru fögnuðir Maríu einungis fimm að tölu, en sorgirnar hins
vegar sjö. Því má í raun segja að úr því að minnið um sjö sorgir Maríu
kemur fyrir í íslenskum miðaldakvæðum, er líklegt að sjö fögnuðir hennar
hafi einnig verið þekktir hérlendis, þótt nú sé ekki vitað um þá, vegna
þess að litið var á þessi tvö minni sem hliðstæður og háð hvort öðru. Heit-
bréf Norðlendinga í svarta dauða 16. janúar 1403 að Munkaþverá gæti
benti til að svo hafi verið en í því er kveðið á um að:
I fyrstu í heiður Jesú Kristí og hans móður skyldi allir prestar syn^ja
eftir hverja messu, utan sálumessur, um sinn Gaude virgo mater christi.
Chevalier (nr. 7012-23 og 27201-10) telur upp ekki færri en 22 bænir
með þessum upphafsorðum og eru flestar þeirra út af fögnuðum Maríu.