Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 90
94 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ave Maria bænin á spjaldi. Afar líklegt verður að teljast að átt sé við Ave Maria bænina, en ekki víst að hún hafi verið máluð á spjald, því að fyrri hluti bænarinnar er á útsaumuðu verki frá Lokalax kirkju í Finnlandi, sem mun unnið í Birgittu-klaustrinu í Nádendal á 15. öld, og því kemur einn- ig til greina að Ave Maria í Arnesskirkju hafi verið útsaumsverk. Þótt af orðalagi máldagans verði ekki ráðið hvernig þetta Ave Maria verk var út- fært, vitnar hann engu að síður um að myndverk með bæninni hefur verið í kirkju hér á landi á 14. öld. ~ í bók sinni Hundrað ár í Þjóðminjasafni sagði Kristján Eldjárn að altar- isklæðið frá Reykjum væri dæmi um safngrip sem lifa yrði af innra gildi einu saman, vegna þess að af því gengi engin saga, og það væri ekki tengt neinni nafnkunnri persónu, sem léð gæti því ögn af frægðarljóma sínum. Sé rétt til getið að A-in sjö á Reykjaklæðinu séu tákn fyrir Ave-vers má með sanni segja að klæðið lifi af innra gildi einu saman, og það þarfnist svo sannarlega ekki frægðarljóma nafnkunnrar persónu til að komast í hóp merkustu altarisklæða íslenskra. Það er nefnilega eftir því sem næst verður komist eina varðveitta myndverkið hér á landi þar sem stafurinn A er notaður til minnis við bænagerð líkt og á mynd Petrus Christus. Klæðið hefur það einnig fram yfir önnur íslensk altarisklæði að varpa óvæntu ljósi á Maríudýrkun hér á landi á síðmiðöldum, því að tilbeiðsla horfinna kyn- slóða verður ljóslifandi þegar hugsað er til þeirra sem með knéföllum lásu bænir til heilagrar guðsmóður frammi fyrir altari á Reykjum í Tungusveit. Tilvísanir og athugasemdir 1. Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík [1962], nr. 39; Elsa E. Guðjóns- son, Islenskur útsaumur, Reykjavík 1985, 47-48, myndir 48 og 49; Elsa E. Guðjónsson, „Kvindefremstillinger pá broderede islandske alterforhæng fra middelalderen", Kvinde- billeder. Eva, Maria og andre kvindemotiver i middelatderen, Kobenhavn 1989,116. 2. E.M. Vetter, „Mulier amicta sole und Mater Salvatoris", Miinchner Jahrbuch der bitdenden Kunst, 9/10 (1958/59), 34. 3. S.r., 41; G. Schiller, Ikonographie der christlichen Kunst, 4,2, Giitersloh 1980,198. 4. Elsa E. Guðjónsson telur hugsanlegt að efstu hringaröðinni hafi verið bætt við síðar, Kvindefremstillinger, 116. 5. Einnig mætti ímynda sér að þetta útsaumsverk hafi í öndverðu verið sjálfstæð Maríu- mynd og efstu hringaröðinni hafi síðar verið aukið ofan við til að nota mætti hana sem altarisklæði. Gegn því mælir þó að sama efni er alls staðar í grunninum, og samkvæmt því ættu einungis útsaumuðu hringarnir að vera viðbót en ekki grunnefnið sjálft, og það bendir tii klæðið hafi frá upphafi verið ætlað á altari. 6. A útskorinni altaristöflu í Maríukirkjunni í Björgvin frá um 1500 er mynd af Maríu á mánasigð í sólinni í miðreit en dýrlingum í hliðarreitum. P. J. Nordhagen, „Senmiddel- alderens billedkunst 1350-1537", Norges kunsthistorie, 2, Oslo 1981, 388-91, mynd 6.7. Á smeltisplötu í Gardner-safninu í Boston sem eignuð er Nardon Pénicaud frá Limoges (d. 1542) standa tíu persónugervingar dyggða með leturbönd, beggja vegna við mynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.