Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ave Maria bænin á spjaldi. Afar líklegt verður að teljast að átt sé við Ave
Maria bænina, en ekki víst að hún hafi verið máluð á spjald, því að fyrri
hluti bænarinnar er á útsaumuðu verki frá Lokalax kirkju í Finnlandi, sem
mun unnið í Birgittu-klaustrinu í Nádendal á 15. öld, og því kemur einn-
ig til greina að Ave Maria í Arnesskirkju hafi verið útsaumsverk. Þótt af
orðalagi máldagans verði ekki ráðið hvernig þetta Ave Maria verk var út-
fært, vitnar hann engu að síður um að myndverk með bæninni hefur verið
í kirkju hér á landi á 14. öld. ~
í bók sinni Hundrað ár í Þjóðminjasafni sagði Kristján Eldjárn að altar-
isklæðið frá Reykjum væri dæmi um safngrip sem lifa yrði af innra gildi
einu saman, vegna þess að af því gengi engin saga, og það væri ekki tengt
neinni nafnkunnri persónu, sem léð gæti því ögn af frægðarljóma sínum.
Sé rétt til getið að A-in sjö á Reykjaklæðinu séu tákn fyrir Ave-vers má
með sanni segja að klæðið lifi af innra gildi einu saman, og það þarfnist
svo sannarlega ekki frægðarljóma nafnkunnrar persónu til að komast í
hóp merkustu altarisklæða íslenskra. Það er nefnilega eftir því sem næst
verður komist eina varðveitta myndverkið hér á landi þar sem stafurinn A
er notaður til minnis við bænagerð líkt og á mynd Petrus Christus. Klæðið
hefur það einnig fram yfir önnur íslensk altarisklæði að varpa óvæntu ljósi
á Maríudýrkun hér á landi á síðmiðöldum, því að tilbeiðsla horfinna kyn-
slóða verður ljóslifandi þegar hugsað er til þeirra sem með knéföllum lásu
bænir til heilagrar guðsmóður frammi fyrir altari á Reykjum í Tungusveit.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík [1962], nr. 39; Elsa E. Guðjóns-
son, Islenskur útsaumur, Reykjavík 1985, 47-48, myndir 48 og 49; Elsa E. Guðjónsson,
„Kvindefremstillinger pá broderede islandske alterforhæng fra middelalderen", Kvinde-
billeder. Eva, Maria og andre kvindemotiver i middelatderen, Kobenhavn 1989,116.
2. E.M. Vetter, „Mulier amicta sole und Mater Salvatoris", Miinchner Jahrbuch der bitdenden
Kunst, 9/10 (1958/59), 34.
3. S.r., 41; G. Schiller, Ikonographie der christlichen Kunst, 4,2, Giitersloh 1980,198.
4. Elsa E. Guðjónsson telur hugsanlegt að efstu hringaröðinni hafi verið bætt við síðar,
Kvindefremstillinger, 116.
5. Einnig mætti ímynda sér að þetta útsaumsverk hafi í öndverðu verið sjálfstæð Maríu-
mynd og efstu hringaröðinni hafi síðar verið aukið ofan við til að nota mætti hana sem
altarisklæði. Gegn því mælir þó að sama efni er alls staðar í grunninum, og samkvæmt
því ættu einungis útsaumuðu hringarnir að vera viðbót en ekki grunnefnið sjálft, og
það bendir tii klæðið hafi frá upphafi verið ætlað á altari.
6. A útskorinni altaristöflu í Maríukirkjunni í Björgvin frá um 1500 er mynd af Maríu á
mánasigð í sólinni í miðreit en dýrlingum í hliðarreitum. P. J. Nordhagen, „Senmiddel-
alderens billedkunst 1350-1537", Norges kunsthistorie, 2, Oslo 1981, 388-91, mynd 6.7. Á
smeltisplötu í Gardner-safninu í Boston sem eignuð er Nardon Pénicaud frá Limoges
(d. 1542) standa tíu persónugervingar dyggða með leturbönd, beggja vegna við mynd