Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 115
TIMBURHÚS FORNT
119
fram aðgreining húsanna, heldur einungis að allt hafi verið selt. Vonir
stóðu til að mögulegt yrði að fá fyllri upplýsingar um þetta atriði úr frum-
ritum uppboðsgagnanna í Kaupmannahöfn. En því miður eru þar allar
eignirnar boðnar upp í einu og ekki getið um hversu mörg hús er að ræða
eða eins og þar segir: „Handels Establishement paa Skagestrand, Island,
med tilhörende Huse og Inventarium".'
Arið 1854 seldi ekkja annars bróðurins hinum bróðurnum sinn helming
eignarinnar og þá eignaðist J. Ch. Jacobsen verslunina einn og rak hana
undir nafninu „Sören Jacobsens Sönner". Ekki hefur honum haldist nógu
vel á versluninni því nokkrum árum síðar var enn haldið uppboð í Kaup-
mannahöfn og eignirnar slegnar Carl Frederik Magnus Gudmann. Þar
fékk hann allar eignirnar, allt múr- og naglfast auk lausra muna. Skömmu
áður hafði Jacobsen þó fengið J. Holm til að gerast meðeiganda með sér. I
uppboðsgögnum í Kaupmannahöfn er ekki að finna nánari aðgreiningu
húsanna, heldur hefur allur verslunarstaðurinn verið boðinn upp sem ein
heild eins og gert hafði verið fyrr á öldinni.
í maí árið 1875 keypti síðan Carl Julius Höephner kaupmaður í Kaup-
mannahöfn Skagastrandarverslun af Gudmann. Þar með hefur kokkhús-
ið væntanlega komist í eigu Höephners kaupmanns.
Kokkhúsið horfið?
Árið 1878 var farið að virða hús verslunarstaða landsins í tengslum við
ný skattalög. Þar má því sjá yfirlit yfir hvaða hús stóðu á þessum stöðum
frá og með því ári. Sá hluti skýrslugerðarinnar sem varðveist hefur úr
Húnavatnssýslu er ekki mjög ítarlegur, en „kokkhús" er ekki nefnt sem
eitt af húsum Skagastrandarverslunar það ár.
Skattalögin voru sett í lok ársins 1877 og voru tveir menn útnefndir til
að meta verslunarhúsin í Húnavatnssýslu. Matsmennirnir sendu sýslu-
manni skýrslu og sendi hann síðan helstu niðurstöður hennar áfram til
landshöfðingja ásamt reikningi fyrir kostnaði. Því miður virðist þessi
skýrsla matsmannanna vera með öllu glötuð, bæði það eintak sem mats-
mennirnir sendu sýslumanni og sú uppskrift sem skráð hefur átt að vera í
dómabók sýslunnar. Dómabókin 1877-1879 er eina dómabókin sem
glatast hefur úr skjalasafni sýslumanns Húnavatnssýslu. Það gerðist fyrir
mörgum áratugum, jafnvel þegar um miðja öldina eða á fyrri hluta henn-
ar. Vegna málareksturs sem varð milli sýslumanns og umboðslegrar end-
urskoðunar á árunum 1879 til 1881 vegna þessa mats, sendi sýslumaður
þó frá sér ítarlegri skýrslu en áður um húsin á verslunarstöðum sýslunnar,
þar sem hvert hús er talið upp með nafni og getið virðingarverðs þess. Því
miður voru stærðir þeirra ekki tilgreindar. Þó má sjá að sex hús tilheyrðu