Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 125
TIMBURHÚS FORNT
129
einnig gamalt pakkhús. Aldur þessara húsa hefur verið nokkuð á reiki, en
byggingarsaga þeirra er nú í athugun hjá Hjðrleifi Stefánssyni arkitekt. Á
Hofsósi er einnig merkilegt pakkhús, stokkverkshús sem byggt var 1778.
Á Eyrarbakka er annað stokkverkshús, byggt 1765. I Reykjavík standa
einnig tvö hús sem rekja upphaf sitt til Innréttinga Skúla Magnússonar, en
þær komust síðar í eigu einokunarkaupmanna, Aðalstræti 10 byggt 1762
og stofninn í Aðalstræti 16 mun vera talinn frá svipuðum tíma.
Byggingarsögulega er Hillebrandtshús einnig mjög merkilegt. Það er
bindingshús, eða grindarhús, en flest hinna einokunarhúsanna sem enn
standa eru stokkverkshús. Aðalstræti 10 er einnig bindingshús, en það er
um 30 árum yngra. Einnig stendur krambúð á Isafirði frá seinni hluta
aldarinnar af þessari gerð. Hillebrandthúsið er því líkega aldursforseti
bindingsverkshúsanna hér á landi. Þau eru samt öll frá svipuðu tímabili,
og gæti orðið áhugavert að bera þessi hús saman. Þessi aðferð við bygg-
ingar hafði mikil áhrif á íslenska húsagerð og var ríkjandi allt fram undir
aldamótin 1900 er timburhúsin fóru að víkja fyrir steinsteypuhúsunum.
Full ástæða er því til að huga vandlega að framtíð Hillebrandtshúss. Það
er öldungur í byggingarsögu Islendinga, minnismerki urn langt tímabil í
sögu þjóðarinnar auk þess að vera vísir að upphafi þéttbýlis á Blönduósi.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísalaiui. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787,
Reykjavík 1987,16-17,38-42.
2. Bjarni Guðmarsson: Byggðin undir Borginni. Saga Skagastrandar og Höfðahrepps, Skaga-
strönd 1989, 50-52.
3. Jón J. Aðils: Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602-1787, 2. útg. (1. útg. 1919), Reykjavík
1971, 300-301. Elsta skoðunargerðin er frá 1719.
4. Bjarni Guðmarsson: Byggðin undir Borginni, 54.
5. Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland, 83-86.
6. Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga íslands 1774-1807. Upphaf fríhöndlunar og al-
menna bænarskráin, II, Reykjavík 1988, 540-542.
7. Sigfús Haukur Andrésson: „Þegar Höfðakaupstaður var eini verzlunarstaður Húna-
vatnssýslu", Húnaping. I, án útg.st. 1975,476-77, 504.
8. Þorkell Jóhannesson: „Brot úr verzlunarsögu II", Lýðir og landshagir, I, Lárus H. Blöndal
sá um útg., Reykjavík 1965, 271. (áður prentað í Andvara 1958); Páll V. G. Kolka: Föður-
tún, Reykjavík 1950,190-91.
9. Endurminningar Frits Berndsen, 1876. í eigu Helgu Berndsen, Reykjavík sem góðfús-
lega hefur leyft afnot af þeim; Pétur Sæmundsen: „Blönduós. Drög að sögu frarn um
1940", Húnaþing. 1, án útg.st. 1975,423.
10. Pétur Sæmundsen: „Frá upphafi verzlunarreksturs á Blönduósi", Húnavaka., 7. árg., An
útgst. 1967, 94-98. Pétur er sá sem hvað gleggst hefur rannsakað upphafsár verslunar-
innar á Blönduósi og byggt það á frumgögnum og skjölum.
11. Þjóðskjalasafn íslands (Þ.í.) Skjalasafn sýslumanna og sveitarstjórna. Hún III. Bréfabók
sýslumanns 1877. nr. 435; Pétur Sæmundsen: „Frá upphafi verzlunarreksturs á Blöndu-
ósi", 94-98.