Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verk oftast fyrir einhverju hnjaski eða hreinlega hverfa. Athugun Guðrún-
ar nær til þriggja afmarkaðra svæða: Eyjafjallasveitar sunnanlands, dala
sem ganga fram af Berufirði austanlands og á Norðurlandi eru rannsakað-
ar byggðaleifar í framdölum Skagafjarðar: Austurdal og Vesturdal.
Dalir til fjalla fá meira rými í bókinni en láglendi, og kemur hún því við
kviku landnámssögu íslands þar sem menjar um forna byggð í fjalldölum
koma heim við Landnámu sem segir að sumir þeir sem fyrstir komu út til
Islands hafi byggt næstir fjöllum og merktu af því landskostina að kvikféð
fýstist frá sjónum til fjallanna og undi þar vel. Þessi er ef til vill skýringin á
sögn Landnámu af sonurn Þorgeirs Vestarssonar, Ævari og Brynjólfi, sem
fyrst byggðu inn í fjörðum en síðar upp um fjöll. Fróðlegt væri að vita
hvort fornleifarannsóknir gætu skýrt þetta mál í framtíðinni á fleiri veg,
en til þess þyrfti samanburðarrannsóknir rústa frá landnámsöld í hverjum
landsfjórðungi; annarsvegar á sögufrægum stórbýlum nærri sjó og hins-
vegar á huldukotum í fjalldölum.
Bók Guðrúnar ber þess hvívetna merki að vera samin fyrir lesendur
utan Islands, ólæsa á norræn mál. Orækur vottur þess er að alldrjúgu rými
er varið í endursögn á skýrslum íslenskra fræðimanna, en rannsókn höf-
undar bætir litlu við þær nema helst raunalegum staðreyndum urn að
fundir hafi glatast. Drjúgu rými er varið í endurprentun uppdrátta og út-
skýringa eftir Daniel Bruun sem ferðaðist góðu heilli um ísland sumarið
1897. Til baga er að þar sem uppdrættir eftir Bruun eru settir samsíða
teikningum höfundar horfir norðurör stundum ekki í sömu átt hjá Bruun
og höfundi, það ruglar lesanda í ríminu. Dugað hefði að vísa í prentuð rit
eftir Bruun en birta í stað uppdrátta hans fleiri ljósmyndir af rústadreifum
sem nú eru sjáanlegar og kynnu innrauðar myndir að hafa átt vel við hér
eða a.m.k. loftmyndir teknar úr lítilli hæð sem oft geta verið til gagns ef
aðstæður eru heppilegar. Vant er að sjá hvað réði vali ljósmynda í bókina,
hví birt er mynd af einni rúst annarri fremur. Sumstaðar hefði mátt merkja
rústadreifar á ljósmyndum með hring, t.d. bls. 59 og 125. Gleggri skýring-
ar hefðu sumstaðar mátt vera með yfirlitsuppdráttum, t.d. bls. 77 þar sem
hagræði hefði verið fyrir notanda að staðaheiti væru prentuð með töluröð
undir uppdrætti, sömuleiðis hefði verið skýrara að setja bæjanöfn á upp-
drætti á bls. 48-49 og 52-53. Nokkurrar ónákvæmni gætir sumstaðar í til-
vísunum til uppdrátta og mynda en flest kemur í leitirnar ef að er gáð.
Myndefni og uppdrættir njóta góðs af því að bókin er í A-4 broti, en augn-
raun er að lesa svo langar línur í einni lotu, þakkarvert hefði verið að skipta
lesmáli í tvo dálka á hverri síðu.
I uppdráttum bókarinnar liggur mikil og vönduð vinna og lofsvert er að
á uppdráttunum eru oftastnær sýndar hæðalínur og hæðatölur sem eru til