Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 145

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 145
SEL, BEITARHÚS EÐA AFBÝLI? 149 af fyrrgreindum orðum Goðdalaprests hlýtur búskaparlag að hafa orðið til þess að beitarhús voru á víð og dreif þar sem skilyrði voru fyrir hendi og hið sama gildir um sel. I bærilegum árum þegar fólki fjölgaði hafa hjá- leigur eða afbýli jafnan orðið fleiri, ekki síst á jörðum sem voru í leigu- ábúð, en fjölmargar hjáleigur voru einungis skamma hríð í byggð. Afbýl- isjarðir sem hér um ræðir hafa orðið til þar sem voru sömu skilyrði og þurfti til þess að hægt væri að hafa í seli, þ.e. bithagar og vatn, því leiðir af sjálfu sér að sel og afbýli urðu til á sömu stöðum en ólíkum tímum. Með því að leigja öðrum landskika og kúgildi gátu leiguliðar á lögbýli, þótt í litlu væri, létt á sínum eigin leigugjöldum til jarðeigenda. Skýrt dæmi þessa er lýsing Jarðabókar Arna og Páls á Uppsölum í Blönduhlíð, fimm- tíu hundraða jörð í eigu Hólastóls. Arið 1713 var þar einn ábúandi og tveir afbýlismenn og að auki eru talin Bólstaðagerði, Siggutóptir og Varðatóptir þar sem fátækt fólk hafði áður setið að með fáeinar ær eða engar. - Rústir á þessum slóðum eru leifar byggðar sem hefur líklega einkennst af því að sitt hvert sinn var í sömu tótt: sel, beitarhús, stekkur eða afbýli - nú er lið- in ríflega öld síðan skáldið Bólu-Hjálmar hafðist við í beitarhúsum skammt fyrir ofan Víðimýri í Skagafirði og andaðist þar á hásumri. Hvergi hefur verið grafin upp til fulls í rannsóknarskyni á íslandi sú tótt þar sem með vissu hefur verið sel, beitarhús, stekkur eða hjáleiga - eða allt þetta, hvert á sínum tíma. Slíkur uppgröftur getur tæplega farið fram án undangenginnar skráningar og uppdráttagerðar víðs vegar um landið á fjölda rústa sem líklegar eru til þess að hafa forðum gegnt ofan nefndum hlutverkum. Að lokinni skráningu og uppdráttagerð fengist yfirsýn og samanburðarefni sem grundvöllur yrði að vali rústa til upp- graftar og gæti þá hafist verkleg könnun á því hvaða hlutverki hver tótt hefði gegnt þegar hún var hús. Nú vantar þá undirstöðu sem skilgreining rústa af þessu tagi hlýtur að hvíla á og er því skiljanlegt að hálfgert ráð- leysi grípi menntamann sem reynir að lesa notagildi húsa með vísinda- legum aðferðum úr skýrslum og ósnertum veggjabrotum sem byggt var á aftur og aftur mönnum og búfé til skjóls í þröngum dal hátt upp til fjalla. - Hér má skjóta því að, að aðdáun vekur þegar farið er á byggðasöfn ná- grannalanda okkar, að þau gera ekki síður skil útihúsum og híbýlum hús- manna og fátæks fólks en bæjum presta og ríkismanna. Skilyrði þess að hafa til sýnis híbýlakost hjáleigubænda og húsmanna á Islandi, ættfeðra ófárra landsmanna, væri nákvæmur uppgröftur öruggra rústa afbýlis. Markvissar rannsóknir á rústadreifum sem enn má finna víðsvegar um landið hljóta ekki síst að verða að miðast við það sem vitað er um búskap- arlag í þeirri sókn sem rústirnar heyra til. Á þessu atriði hefur bókarhöf- undur vissulega fullan skilning (sjá t.d. bls. 106-107, 149) en virðist þrátt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.