Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 145
SEL, BEITARHÚS EÐA AFBÝLI?
149
af fyrrgreindum orðum Goðdalaprests hlýtur búskaparlag að hafa orðið
til þess að beitarhús voru á víð og dreif þar sem skilyrði voru fyrir hendi
og hið sama gildir um sel. I bærilegum árum þegar fólki fjölgaði hafa hjá-
leigur eða afbýli jafnan orðið fleiri, ekki síst á jörðum sem voru í leigu-
ábúð, en fjölmargar hjáleigur voru einungis skamma hríð í byggð. Afbýl-
isjarðir sem hér um ræðir hafa orðið til þar sem voru sömu skilyrði og
þurfti til þess að hægt væri að hafa í seli, þ.e. bithagar og vatn, því leiðir af
sjálfu sér að sel og afbýli urðu til á sömu stöðum en ólíkum tímum. Með
því að leigja öðrum landskika og kúgildi gátu leiguliðar á lögbýli, þótt í
litlu væri, létt á sínum eigin leigugjöldum til jarðeigenda. Skýrt dæmi
þessa er lýsing Jarðabókar Arna og Páls á Uppsölum í Blönduhlíð, fimm-
tíu hundraða jörð í eigu Hólastóls. Arið 1713 var þar einn ábúandi og tveir
afbýlismenn og að auki eru talin Bólstaðagerði, Siggutóptir og Varðatóptir
þar sem fátækt fólk hafði áður setið að með fáeinar ær eða engar. - Rústir
á þessum slóðum eru leifar byggðar sem hefur líklega einkennst af því að
sitt hvert sinn var í sömu tótt: sel, beitarhús, stekkur eða afbýli - nú er lið-
in ríflega öld síðan skáldið Bólu-Hjálmar hafðist við í beitarhúsum
skammt fyrir ofan Víðimýri í Skagafirði og andaðist þar á hásumri.
Hvergi hefur verið grafin upp til fulls í rannsóknarskyni á íslandi sú
tótt þar sem með vissu hefur verið sel, beitarhús, stekkur eða hjáleiga -
eða allt þetta, hvert á sínum tíma. Slíkur uppgröftur getur tæplega farið
fram án undangenginnar skráningar og uppdráttagerðar víðs vegar um
landið á fjölda rústa sem líklegar eru til þess að hafa forðum gegnt ofan
nefndum hlutverkum. Að lokinni skráningu og uppdráttagerð fengist
yfirsýn og samanburðarefni sem grundvöllur yrði að vali rústa til upp-
graftar og gæti þá hafist verkleg könnun á því hvaða hlutverki hver tótt
hefði gegnt þegar hún var hús. Nú vantar þá undirstöðu sem skilgreining
rústa af þessu tagi hlýtur að hvíla á og er því skiljanlegt að hálfgert ráð-
leysi grípi menntamann sem reynir að lesa notagildi húsa með vísinda-
legum aðferðum úr skýrslum og ósnertum veggjabrotum sem byggt var á
aftur og aftur mönnum og búfé til skjóls í þröngum dal hátt upp til fjalla. -
Hér má skjóta því að, að aðdáun vekur þegar farið er á byggðasöfn ná-
grannalanda okkar, að þau gera ekki síður skil útihúsum og híbýlum hús-
manna og fátæks fólks en bæjum presta og ríkismanna. Skilyrði þess að
hafa til sýnis híbýlakost hjáleigubænda og húsmanna á Islandi, ættfeðra
ófárra landsmanna, væri nákvæmur uppgröftur öruggra rústa afbýlis.
Markvissar rannsóknir á rústadreifum sem enn má finna víðsvegar um
landið hljóta ekki síst að verða að miðast við það sem vitað er um búskap-
arlag í þeirri sókn sem rústirnar heyra til. Á þessu atriði hefur bókarhöf-
undur vissulega fullan skilning (sjá t.d. bls. 106-107, 149) en virðist þrátt