Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 147
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
OG VÖRSLU ÞJÓÐMINJA 1992
í nóvember 1992 ákvað þjóðminjaráð að ársskýrsla Þjóðminjasafns íslands og þjóðminja-
ráðs skyldi framvegis gefin út í sérstöku riti. Kom það út á 130 ára afmæli safnsins 24.
febrúar 1993.
Að ósk formanns Hins íslenska fornleifafélags er skýrslan endurbirt í Arbók sem verið
hefur vettvangur hennar undanfarna tæpa fjóra áratugi. Tækifærið hefur verið notað til að
leiðrétta nokkur atriði í fyrri útgáfu skýrslunnar.
Þjóðminjaráð
Frá gildistöku nýrra þjóðminjalaga í ársbyrjun 1990 hefur fimm manna þjóðminjaráð farið
með yfirstjórn Þjóðminjasafns Islands og þjóðminjavörslu í landinu í umboði menntamála-
ráðuneytisins. Hlutverk ráðsins er að marka stefnu og gera langtímaáætlanir um þjóðminja-
vörslu í landinu fyrir landið í heild og hafa yfirumsjón með gerð árlegrar fjárhagsáætlunar
og framkvæmd hennar.
Á árinu 1992 sátu eftirtaldir í þjóðminjaráði: Olafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, sem er
formaður, Sveinbjörn Rafnsson, prófessor, Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri, Árni Björns-
son, deildarstjóri og Margrét Hvannberg, kennari. Auk þeirra sátu fundi ráðsins Þór Magnús-
son, þjóðminjavörður, til 1. júní er hann fékk tveggja ára leyfi frá störfum, Guðmundur
Magnússon, þjóðminjavörður, frá sama tíma, og Lilja Árnadóttir, safnstjóri. Elsa E. Guðjóns-
son, deildarstjóri, sat tvo fundi sem varamaður og Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri, einn.
Alls hélt þjóðminjaráð 17 fundi á árinu, þar af einn með húsafriðunarnefnd ríkisins. Eru
það jafn margir fundir og haldnir voru í ráðinu á árinu 1991.
Helstu mál sem um var fjallað voru eftirfarandi:
Fjármál og fjárhagsáætlun. Á árinu 1991 fór safnið 13 milljónir króna fram úr heimiluðum
fjárveitingum. I janúar samþykkti ráðið víðtækar aðhaldsráðstafanir til að hindra að það end-
urtæki sig. Bar það árangur. í árslok reyndist reksturinn vel innan ramma fjárlaga. I apríl
samþykkti ráðið fjárlagabeiðni til menntamálaráðuneytis fyrir árið 1993. Var þar óskað eftir
fjölgun stöðugilda við safnið og þjóðminjavörslu í landinu og hærri fjárveitingum.
Húsnæðismál. í febrúar gerði byggingarnefnd Þjóðminjasafns þjóðminjaráði grein fyrir
viðgerð safnhússins við Suðurgötu. í apríl var kynnt skýrsla sem Ögmundur Skarphéðins-
son, arkitekt, hefur tekið saman vegna Frumáætlunar um endurbætur á húsi Þjóðminjasafns
íslands frá 1990. í júní gerði Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður, ráðinu grein fyrir af-
stöðu sinni til húsnæðismála safnsins. í september kynnti þjóðminjavörður minnisblað for-
manns byggingarnefndar um ástand húss Þjóðminjasafnsins. Á sama fundi var lögð fram
ýtarleg skýrsla Ögmundar Skarphéðinssonar, arkitekts, Fortíð í págu framtíðar, þar sem er að
finna viðamikla athugun á möguleikum þess að flytja Þjóðminjasafnið í svonefnt SS-hús í
Laugarnesi. í desember var greint frá því að menntamálaráðuneytið hefði ákveðið að skipa
nýja byggingarnefnd Þjóðminjasafnsins og endanlega hafnað Frumáætlun frá 1990.