Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 155

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 155
ÁRSSKÝRSLA 1992 159 sveinanna og útbúa og klæða jólasveinagínur í fullri líkamsstærð sem hafðar voru í sýningar- sölum safnsins í desember. Á árinu afgreiddi deildin 139 samtöl, ýmist símtöl eða viðtöl, aðallega varðandi margvís- legar upplýsingar um klæðnað og textíla, einkum þjóðbúninga, útsaum og vefnað. Eru þá hvorki taldir með húsfundir né óformlegir fundir vegna undirbúningsstarfa að sýningar- haldi og öðrum sameiginlegum innanhússtörfum. Meðal þeirra sem óskuðu eftir upplýsing- um og aðstoð voru að venju nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi í leit að heimildum vegna vinnu við verkefni (ritgerðir). Einnig vöndu nokkrir komu sína í deildina að staðaldri, svo sem einnig var á síðast liðnu ári, til þess að kynna sér og rannsaka ýmsar hannyrðir, svo sem knipl og baldýringu. Líkt og fyrri ár var kennaraefnum og myndlistarnemum í textílmennt veitt leiðsögn um safnið og einnig erlendum gestum sem áhuga höfðu á því sviði. Á árinu voru send frá deildinni 22 formleg bréf og ellefu símbréf, flest varðandi umbeðn- ar upplýsingar, auk þess sem mikið var um, sem fyrr, að fyrirspyrjendum voru sendar upp- lýsingar í formi ljósrita og sérprenta með undirrituðu kveðjuspjaldi. Deildarstjóri var hinn 16. júli viðstaddur opnun sýningar á íslenskum þjóðlífsmyndum Sigríðar Kjaran í Grundarsafni í Hveragerði, en hafði áður veitt frú Sigríði upplýsingar um atriði varðandi íslenskan brúðarbúning frá 18. öld sem hún notaði sem fyrirmynd að einu verka sinna, og samið um hann kafla í sýningarskrá. í apríl fór deildarstjóri í kynnisferð til Parísar og Bayeux til þess að skoða söfn og menn- ingarminjar, en kveikjan að ferðinni var víkingasýningin, sem skömmu áður hafði verið opn- uð í Grand Palais í París og fsland var þátttakandi í. f París voru ýmis söfn skoðuð og m.a. gafst betra tækifæri, en áður hafðið staðið til boða, að rannsaka íslenska refilsaumaða aitaris- klæðið frá Grenjaðarstað, nú í Cluny safni þar í borg. Hafði klæðið nýlega verið tekið úr sýn- ingarsal safnsins og rammi, gler, strekkingargrind og fóður fjarlægt og heimilaði Deny Sandron, safnvörður, nákvæma skoðun á klæðinu, bæði rétthverfu þess og ranghverfu. Kom þetta sér einkar vel vegna rannsókna deildarstjóra á íslenskum refilsaumsklæðum. I Bayeux var sótt heim safn refilsins fræga sem við þann bæ er kenndur. Gætir talsverðrar nýbreytni í sýningum sem settar hafa verið upp til skýringar á myndefni refilsins. Að beiðni safnstjóra þar, Sylvette Lemagnen, átti deildarstjóri fund með henni og Antoine Verney, safn- stjóra listasafns bæjarins Musée Baron Gerard, varðandi möguleika á sýningu í Bayeaux eftir nokkur ár. Um mánaðamótin júní-júlí sat deildarstjóri norrænt heimilisiðnaðarþing sem haldið var í Reykjavík og flutti þar fyrirlestur um hefðbundinn íslenskan útsaum og setti upp á fundar- stað litla sýningu af hannyrðum unnum með íslenskum útsaumsgerðum. Ennfremur veitti hún leiðsögn í Þjóðminjasafni Islands þeim ráðstefnugestum sem áhuga höfðu á útsaumi. Dagana 29. ágúst til 7. september tók deildarstjóri þátt í norrænni myndfræðilegri ráð- stefnu, 13. Nordiske Symposium for Iconografiske Studier, í Nýja Valamo klaustri í Finnlandi og kynnisferðum í tengslum við ráðstefnuna til miðaldakastalans Ólafsborgar í Savonlinna, til kirkjulistasafns finnsku orþódoks kirkjunnar í Kuopio, og til Rússlands, um Sordavala til (Gamla) Valamo klausturs við Ladogavatn. Á ráðstefnuni flutti deildarstjóri erindi með lit- skyggnum, „En bispedatters forbedere? Om rnulig sammenhæng mellem et islandsk middel- alderbroderi og en episode i biskop Gudmundur Arasons saga." Eftir að heim var komið var svo sama erindi um ferðina með rúmlega 70 litskyggnum flutt fyrir samstarfsfólk á Þjóð- minjasafni. Undir lok september sat deildarstjóri fund stjórnarnefndar CIETA, alþjóðasamtaka textíl- og búningafræðinga, en fundur þessi var haldinn í Vín að þessu sinni. Að CIETA-fundinum loknum hélt deildarstjórinn til Kaupmannahafnar. Þar átti hún fund með tveimur sérfræð- ingum við Þjóðminjasafn Dana, Nationalmuseet, Else Grolsted safnverði og Else Ostergárd aðaltextílforverði, meðal annars varðandi væntanlegt lán safnsins á íslenskum karlmanns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.