Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
búningi frá 19. öld til Þjóðminjasafns Islands til rannsóknar og sýningar, ef til vill um eins árs
bil. Ennfremur kynnti deildarstjóri sér nýuppsettar fastasýningar safnsins og vann auk þess
að könnun heimilda á bókasafni Listiðnaðarsafnsins, Kunstindustrimuseet, þar í borg.
Auk fyrrgreindra verkefna hefur innan deildarinnar verið unnið að fjölda erinda og rit-
smíða til birtingar í árbókum, bæklingum og víðar.
Þjóðháttadeild
I daglegri þjónustu þjóðháttadeildar felst einkum að veita upplýsingar og sinna heimilda-
mönnum, fjölmiðlum og öðrum fyrirspyrjendum innlendum og erlendum hvort heldur í ná-
vígi, bréflega eða símleiðis. Ekki mun ofætlun að um þúsund erindi af ýmsu tagi berist deild-
inni á ári hverju. Þessi þjónusta hefur jafnan verið ærið tímafrek, og stundum þykir efamál
hvort hún komi stofnuninni að miklum beinum notum. Fásinna er þó að setja sig fyrirfram í
dómarasæti um slík atriði. Það sem í fyrstu virðist fáfengilegt, getur hálfri öld síðar þótt hin
merkasta heimild.
Til þess að heimildir berist deildinni þurfa sem flestir að vita af tilveru hennar. Starfs-
menn þurfa því að vera liprir við að kynna starf hennar og markmið. Þeir eru m.a. á hverju
hausti beðnir að kynna deildina í þjóðfræðaskor Félagsvísindadeildar Háskólans og var svo
einnig í ár.
Eins og undanfarin ár nýttu stúdentar frá HÍ og KHÍ sér heimildasafn deildarinnar x rík-
um mæli við samningu námsritgerða. f staðinn fær deildin jafnan eintök af ritgerðum þeirra
sem skipta orðið nokkrum hundruðum. Ymsum fyrirspurnum innanlands og erlendis þurfti
sem áður að svara skriflega eða í Ijósvakamiðlum og starfsmenn deildarinnar voru margoft
beðnir að halda lengri eða skemmri erindi hjá allskyns samtökum.
Spurningaskrár hafa frá upphafi verið kjarninn í starfsemi deildarinnar. Að jafnaði eru
sendar út tvær til þrjár skrár á hverju ári til allt að 500 heimildamanna. Vinnan felst annars
vegar í að semja skrárnar og heimildakönnun í kringum það. Á þessu ári voru sendar út
þrjár skrár; nr. 79 um trúlofun og giftingu, nr. 80 um garðrækt og grænmeti ásamt fyrirspurn um
greiðasölu í sveitum og nr. 81 um áttatáknanir. Auk þessa er nýjum heimildamönnum sent
nokkuð af eldri spurningaskrám. Munnleg heimildasöfnun meðal þeirra sem bágt eiga með
að skrifa, var með minnsta móti á þessu ári, m.a. vegna aðhalds í ferðakostnaði.
Allt efni sem deildinni berst er skráð á spjöld. í árslok voru 10.470 númer komin í aðal-
safnið og höfðu 301 bæst við á árinu. Það telst meðalafrakstur en talsvert misjafnt er hversu
mikið efni berst á hverju ári.
Fyrir sex árum var byrjað að tölvuskrá heimildasafnið í samráði við Orðabók Háskóla
íslands og síðar að færa það yfir á orðaleitarforrit og var þeirri vinnu haldið áfram á árinu.
Til að ljúka slíkri skráningu aðalsafnsins, eins og það er nú, mun þurfa um það bil eitt starfs-
ár tölvuritara.
Fastir starfsmenn Þjóðháttadeildar voru sem fyrr Árni Björnsson, deildarstjóri, og Hall-
gerður Gísladóttir. Lausráðnir starfsmenn við tölvuinnslátt voru hluta ársins Erla Halldórs-
dóttir, Guðbjörg Aradóttir og Signý Hermannsdóttir.
Hallgerður Gísladóttir sótti alþjóðaráðstefnu á írlandi um nýtingu mjólkur og mjólkur-
afurða 17.-22. júní og hélt fyrirlestur um notkun mysu á íslenskum heimilum. Einnig sótti
hún alþjóðaþing um nýtingu manngerðra hella 7.-11. ágúst í Bath á Englandi og hélt þar
fyrirlestur um manngerða móbergshella á Suðurlandi. Árni Björnsson birti greinina „Die
Alten islándischen Monatsnamen" í Island-Bericht, 33. Jahrgang, Heft 3/4, 160-162. Þá ritaði
hann um íslensku jólaveinana í sýningarskrá safnsins í desember 1992.
Myndadeild
Töluverð skráning á efni deildarinnar fór fram á liðnu ári. Inga Lára Baldvinsdóttir, deild-
arstjóri, hóf skráningu safnauka Ljós- og prentmyndasafns 1987. Jafnframt lauk hún við