Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 156

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 156
160 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS búningi frá 19. öld til Þjóðminjasafns Islands til rannsóknar og sýningar, ef til vill um eins árs bil. Ennfremur kynnti deildarstjóri sér nýuppsettar fastasýningar safnsins og vann auk þess að könnun heimilda á bókasafni Listiðnaðarsafnsins, Kunstindustrimuseet, þar í borg. Auk fyrrgreindra verkefna hefur innan deildarinnar verið unnið að fjölda erinda og rit- smíða til birtingar í árbókum, bæklingum og víðar. Þjóðháttadeild I daglegri þjónustu þjóðháttadeildar felst einkum að veita upplýsingar og sinna heimilda- mönnum, fjölmiðlum og öðrum fyrirspyrjendum innlendum og erlendum hvort heldur í ná- vígi, bréflega eða símleiðis. Ekki mun ofætlun að um þúsund erindi af ýmsu tagi berist deild- inni á ári hverju. Þessi þjónusta hefur jafnan verið ærið tímafrek, og stundum þykir efamál hvort hún komi stofnuninni að miklum beinum notum. Fásinna er þó að setja sig fyrirfram í dómarasæti um slík atriði. Það sem í fyrstu virðist fáfengilegt, getur hálfri öld síðar þótt hin merkasta heimild. Til þess að heimildir berist deildinni þurfa sem flestir að vita af tilveru hennar. Starfs- menn þurfa því að vera liprir við að kynna starf hennar og markmið. Þeir eru m.a. á hverju hausti beðnir að kynna deildina í þjóðfræðaskor Félagsvísindadeildar Háskólans og var svo einnig í ár. Eins og undanfarin ár nýttu stúdentar frá HÍ og KHÍ sér heimildasafn deildarinnar x rík- um mæli við samningu námsritgerða. f staðinn fær deildin jafnan eintök af ritgerðum þeirra sem skipta orðið nokkrum hundruðum. Ymsum fyrirspurnum innanlands og erlendis þurfti sem áður að svara skriflega eða í Ijósvakamiðlum og starfsmenn deildarinnar voru margoft beðnir að halda lengri eða skemmri erindi hjá allskyns samtökum. Spurningaskrár hafa frá upphafi verið kjarninn í starfsemi deildarinnar. Að jafnaði eru sendar út tvær til þrjár skrár á hverju ári til allt að 500 heimildamanna. Vinnan felst annars vegar í að semja skrárnar og heimildakönnun í kringum það. Á þessu ári voru sendar út þrjár skrár; nr. 79 um trúlofun og giftingu, nr. 80 um garðrækt og grænmeti ásamt fyrirspurn um greiðasölu í sveitum og nr. 81 um áttatáknanir. Auk þessa er nýjum heimildamönnum sent nokkuð af eldri spurningaskrám. Munnleg heimildasöfnun meðal þeirra sem bágt eiga með að skrifa, var með minnsta móti á þessu ári, m.a. vegna aðhalds í ferðakostnaði. Allt efni sem deildinni berst er skráð á spjöld. í árslok voru 10.470 númer komin í aðal- safnið og höfðu 301 bæst við á árinu. Það telst meðalafrakstur en talsvert misjafnt er hversu mikið efni berst á hverju ári. Fyrir sex árum var byrjað að tölvuskrá heimildasafnið í samráði við Orðabók Háskóla íslands og síðar að færa það yfir á orðaleitarforrit og var þeirri vinnu haldið áfram á árinu. Til að ljúka slíkri skráningu aðalsafnsins, eins og það er nú, mun þurfa um það bil eitt starfs- ár tölvuritara. Fastir starfsmenn Þjóðháttadeildar voru sem fyrr Árni Björnsson, deildarstjóri, og Hall- gerður Gísladóttir. Lausráðnir starfsmenn við tölvuinnslátt voru hluta ársins Erla Halldórs- dóttir, Guðbjörg Aradóttir og Signý Hermannsdóttir. Hallgerður Gísladóttir sótti alþjóðaráðstefnu á írlandi um nýtingu mjólkur og mjólkur- afurða 17.-22. júní og hélt fyrirlestur um notkun mysu á íslenskum heimilum. Einnig sótti hún alþjóðaþing um nýtingu manngerðra hella 7.-11. ágúst í Bath á Englandi og hélt þar fyrirlestur um manngerða móbergshella á Suðurlandi. Árni Björnsson birti greinina „Die Alten islándischen Monatsnamen" í Island-Bericht, 33. Jahrgang, Heft 3/4, 160-162. Þá ritaði hann um íslensku jólaveinana í sýningarskrá safnsins í desember 1992. Myndadeild Töluverð skráning á efni deildarinnar fór fram á liðnu ári. Inga Lára Baldvinsdóttir, deild- arstjóri, hóf skráningu safnauka Ljós- og prentmyndasafns 1987. Jafnframt lauk hún við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.