Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Qupperneq 172

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Qupperneq 172
176 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hús, sem upphaflega var reist sem viðbygging við timburstofu frá því um aldamótin 1800. Sumarið 1992 var Viktoríuhús endurbætt rækilega. Húsið var tekið í gegn yst sem innst og jafnframt byggðu bændurnir í Vigur viðbyggingu við húsið, gestastofu, sem notuð verður til móttöku ferðamanna. Viktoríuhúsið verður notað í sama skyni. Vindmyllan í Vigur. Vindmyllan í Vigur er hin eina hérlendis. Ekki er vitað hvenær hún var reist, en það gerði Daníel Hjaltason gullsmiður. Sumarið 1992 var byrjað að gera við myll- una. Þakið var endurbætt og dyttað lítillega að gangverkinu. Kirkjuhvammskirkja, Hvammstanga. Timburkirkja reist árið 1882 af Stefáni Jónssyni smiði frá Syðstahvammi. Kirkjuhvammskirkja var aflögð sem sóknarkirkja árið 1957 er ný kirkja var vígð á Hvammstanga. Nokkuð var gert við kirkjuna árið 1964 fyrir samskotafé, en síðar hefur hún mikið látið á sjá. Undirstöður hússins hafa riðlast og kirkjan skekkst mikið. Þjóð- minjasafnið gekkst fyrir því að kirkjunni var þyrmt og að lítilsháttar hefur verið dyttað að henni. Sumarið 1992 var hafin rækileg viðgerð á kirkjunni. Norðurhlið hússins var öll endur- bætt, undirstöður hlaðnar að nýju og gert við húsgrindina og klæðningu. Kostnaður við verkið var um 1,6 milljónir. Glaumbær í Skagafirði. Stór torfbær byggður á tímabilinu 1750-1879. Prestssetur frá 11. öld. Þar var reist kirkja fyrir orð Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem grafin er í Glaumbæjar- kirkjugarði. Seinast var búið í bænum árið 1947 en þá tók Þjóðminjasafn íslands við honum til varðveislu. Árið 1952 var Byggðasafn Skagfirðinga opnað í bænum fyrir tilstuðlan sýslu- nefndar Skagafjarðarsýslu. Fjöldi ferðamanna sem koma í Glaumbæ hefur vaxið ár frá ári og sumarið 1991 voru skráðir rúmlega 18.000 gestir. Bæjarhúsin eru 13 talsins og hefur verið gert við þau hægt og bítandi, eitt hús á ári. Sumarið 1992 var ráðist í mun viðameiri viðgerð en áður. Fjögur syðstu húsanna í bæjarröðinni voru endurbætt. Ekki tókst að ljúka verkinu fyrir vetrarfrost, eins og að hafði verið stefnt. Hólar í Hjaltadal. Torfbær á Hólum í Hjaltadal frá því 1860, nefndur Nýi bær. Seinustu tvö ár hefur verið unnið að viðgerð bæjarins. Veggir hafa verið endurhlaðnir, gert við burðar- virki og þekjur endurnýjaðar. Sumarið 1992 var nokkuð unnið að framkvæmdum, en hluti verksins var fólginn í því að endurbæta galla á verki fyrra árs. Pakkhús á Hofsósi. Stokkabyggt vörugeymsluhús, reist 1772 á vegum Islands- og Græn- landsverslunarinnar. Þjóðminjasafn íslands eignaðist húsið árið 1954. Pakkhúsið er bjálkahús með bröttu risþaki sem í upphafi var skarsúðarklætt. Viðgerð á húsinu hófst fyrir nokkrum árum en verulegur skriður komst þó ekki á endurbætur fyrr en sumarið 1991, en þá var tekin upp samvinna milli Þjóðminjasafns og Hofshrepps um að ljúka viðgerðinni í skyndi. Húsið var tekið í notkun fyrri hluta árs 1992. Klukknaport á Möðruvöllum í Eyjafirði. Timburgrind frá 1781 og hét sá er lét reisa Sigurð- ur Eiriksson. Ber bygging þessi einkenni íslenskra klukknaporta frá 18. öld. Portið stendur í hlöðnum kirkjugarðsvegg framan við kirkjudyr, á sex stoðum með hálfþili að ofan og með rimlum á hliðum. Þak er yfir portinu með reisifjöl. Þrjár klukkur hanga á ramböldum í rjáfr- inu. Hér er um einstakt mannvirki að ræða. Klukknaport voru algeng áður fyrr, en eru fátíð nú orðið. Klukknaportið á Möðruvöllum er þeirra langelst og hefur varðveist í upphaflegri mynd. Nýlega lauk viðgerð á sjálfu timburverkinu en sumarið 1992 var klukknaportið tjarg- að og dyttað að því lítilsháttar. Hólar í Eyjafirði. Gamli Hólabærinn er um margt dæmigerður torfbær frá því um og fyrir aldamótin. Einstakur er hann fyrir það hve mikið er af ævafornum húsviðum í bænum, við- um úr gömlum stafkirkjum o.fl. Er það einkum þess vegna sem Þjóðminjasafnið hefur stefnt að varðveislu hans. I þrjú sumur hefur nú verið unnið að viðgerð bæjarins á vegum Þjóð- minjasafnsins. Þegar hefur verið gert við tvö af fjórum húsum í bæjarröðinni, skála og bæjar- dyr. Stofan, sem var hálffallin saman, var sumarið 1992 tekin niður og viðir hennar merktir. Dyttað var að öðrum húsum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.