Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 180

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 180
184 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Byggðosafn Austiir-SkaftafeUssýslu Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði hefur sem fyrr aðal aðsetur í Gömlubúð og gegnir húsið hlutverki sínu vel. Pakkhús, sem safnið eignaðist árið 1990, er enn sem komið er notað sem geymsluhúsnæði. Pakkhúsloftið er þó orðið vinsælt fyrir ýms- ar sýningar og viðburði. Unnið var lítilsháttar að viðgerð hússins sem hafin var árið 1991 og einnig var Ióð hússins gerð aðlaðandi. Líkt og á öðrum söfnum voru Gamlabúð og Pakkhúsið opin gestum á alþjóðadegi safna 18. maf og komu margir á báða staði og skoðuðu húsin og það sem þau geyma. Alls komu 2.048 gestir á sýningar byggðasafnsins og er það töluverð fjölgun frá fyrra ári er 1.657 gestir komu til að sjá sýningar safnsins. Auk fastasýningar stóð safnið að sýningu á ljósmyndum Skarphéðins Gíslasonar í Suðursveit. Þá voru settar upp tvær farandsýningar í samvinnu við Hafnarskóla. Tengdist önnur námi barna um landnám Islands. Hin, sem kom frá náttúru- verndarráði, sýndi meðal annars umgengni mannsins við náttúruna í hnotskurn. Tvær sýn- ingar voru settar upp í Pakkhúsinu. Sú fyrri var myndlistarsýning Pjeturs Stefánssonar. Sú síðari var sögusýning tengd sjávarútvegi og sjómennsku og sett upp í samvinnu sjómanna- dagsráðs og safnsins. Loks má geta þess að sýning náttúrugripasafns sem höfð er á lofti Gömlubúðar var talsvert aukin á árinu og bætt inn nýjum gripum sem safninu höfðu borist. Byggðasafnið í Skógum Gestafjöldi sem heimsótti Byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum í ár var um 20 þús- und. Safnið flutti að nokkru í nýtt húsnæði á árinu. Sjóminjasalur var fullgerður og skipið Pétursey var flutt í hann í byrjun maí. Samfara því var sett upp sýning á sjóminjum. Sumar- sýning var sett upp í hluta nýja hússins þótt ekki væri þá fullgerður. Hún var tekin niður í árslok. Af þessu leiddi miklar breytingar í gamla safnhúsinu. Saga þurfti miklar dyr á stein- vegg til að koma Pétursey út og steypt upp í að nýju. Tvöfaidur sýningaveggur var settur upp í stæði Péturseyjar í gamla húsinu og jafnframt var steinsteypa lögð í gamla bátsstæðið. Innréttingar voru teknar niður í hluta af rishæð og þar lagt nýtt gólf ofan á gamla gólfið sem orðið var gengið og laslegt. Þessar framkvæmdir kostaði safnið af eigin aflafé. I árslok voru skráðir safnmunir samtals 8.175. Til safnauka má telja Intenational jarð- vinnslutraktor á járnhjólum frá árinu 1928, í nokkuð góðu ástandi. Þá má nefna málverk, skrautmálaða kistu, útsaumuð veggteppi, útsaumaða stóla, upphlut með fögru víravirkis- belti o.fl. Mikið starf bíður ársins 1993 í Skógum. Gert er ráð fyrir að fram verði haldið framkvæmd- um við nýja húsnæðið, en talsverðu starfi er enn ólokið við vesturhluta aðalhæðar, ris og anddyri. Nauðsyn er að koma upp sýningarskápum úr gleri til varðveislu margra minja svo sem vandaðra kvenbúninga o.fl. Nauðsyn er einnig að auka nokkuð við starfskrafta í safninu um ferðamannatíma. Oll aðstaða í safninu gerbreytist með nýju safnhúsi og í raun hefði verið ógerlegt að halda því áfram opnu án þess miðað við aðstreymi gesta á mesta annatíma um sumarmánuði. Safnvörður í Skógum er Þórður Tómasson. Byggðasafn Vestmannaeyja Byggðasafn Vestmannaeyja var stofnað 1932 og var 60 ára afmælisins m.a. minnst með sýningum. Þá var og minnst 130 ára afmælis Bókasafnsins, en söfnin eru til húsa í sömu bygg- ingu ásamt skjala-, lista- og ljósmyndasafni og heyra þau síðartöldu tvö söfn undir Byggða- safnið, en Jóhann Friðfinnsson er þar safnvörður. Meðal viðburða á árinu var sýning á munum úr eigu Gísla J. Johnsen, konsúls og heiðurs- borgara kaupstaðarins árið 1951, en í júlí sl. fékk safnið til varðveislu marga kjörgripi sem voru eign Gísla. Þá var sett upp sýning á munum úr Landlist, er var fyrsta fæðingarstofnun landsins, byggð 1847, en húsið var tekið niður í júní sl. í samráði við húsfriðunarnefnd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.