Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 185
FRÁ HINU ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGI
AÐALFUNDUR 1992
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 1992 í
fornaldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.35. Fundinn sóttu um 30 manns.
Varaformaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn í forföllum formanns, Harðar
Agústssonar, og minntist þeirra félaga, sem látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn.
Þeir eru:
Jakob Guðlaugsson, Jón Björnsson, Jónas Halldórsson, Nanna Ólafsdóttir, Páll Líndal og
Sigurgeir Þorgrímsson.
Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn.
Varaformaður skýrði f.h. formanns frá útgáfu 3. bindis rits um Skálholt, en það kom út
um sl. páska. Formaður hefur í hyggju að skrifa 4. bindi verksins um staðinn í Skálholti. Að
útgáfu þessari standa sameiginlega Þjóðminjasafn og Hið ísl. bókmenntafélag. Góð von er til,
að rit Guðmundar Ólafssonar um friðlýstar minjar í Borgarfjarðarsýslu verði gefið út í nýrri
ritröð á næsta ári. Endurskoðuð lög Hins ísl. fornleifafélags hafa verið birt í síðustu Árbók
félagsins. Árbókin 1991 er komin út, og færir formaður þeim, sem þar hafa að unnið, beztu
þakkir. Af persónulegum ástæðum hefur ritstjóri Árbókar, Frosti Jóhannsson, látið af ritstjórn,
og við tekið Mjöll Snæsdóttir. Formaður fagnar stofnun Félags fornleifafræðinga og telur
eðlilegt, að efnt sé til samvinnu Hins ísl. fornleifafélags við hið nýja félag, svo og önnur félög
eins og Minjar og sögu og Félag fsl. safnmanna og spyr, hvort félagsmenn séu því sammála.
Þá las gjaldkeri félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1990.
Varaformaður drap þessu næst á starfsemi félagsins og nauðsyn á aukinni fjölbreytni,
m.a. fyrirlestrahaldi. Jafnframt hvatti hann fundarmenn til að fá menn til að ganga í félagið.
Þá spurði varaformaður, hvort fundarmenn vildu ræða eitthvert málefni undir liðnum
önnur mál.
Þorleifur Einarsson jarðfræðingur kvaddi sér þá hljóðs og ræddi nauðsyn á fornleifa-
skráningu og rannsóknum og þá einkum, að betur yrði að standa að slíkum rannsóknum en
gert hefði verið, er unnið hefði verið að fornleifagrefti í Reykjavík nýlega, en þar hefðu forn-
leifar verið eyðilagðar.
Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður svaraði ummælum Þorleifs og kvað ásakanir
hans ekki viðeigandi, enda hefði fornleifanefnd fjallað um málið og borgarminjavörður fylgzt
með því og hefði hann aðrar skoðanir á því en fram hefði komið hjá Þorleifi.
Guðmundur Ólafsson, fornleifavörður sagði, að ekki hefði verið full samstaða í forn-
leifanefnd um þetta mál og hefði hann sjálfur verið í minnihluta, sem talið hefði þörf á meiri
varfærni í umræddum rannsóknum. Hann ræddi og um nauðsyn á því að meiri áherzla
verði lögð á fornleifaskráningu, en hann gizkaði á, að hér á landi væru um 100.000 óskráðar
fornminjar.
Þór Magnússon benti á, hve erfitt væri að hafa eftirlit með fornminjum.
Þá flutti Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur erindi um landnám í nýju ljósi, og skýrði
frá rannsóknum sínum á Granastöðum í Eyjafirði. Fundarmenn þökkuðu erindið með lófataki.
Allmiklar umræður urðu um erindið, og svaraði fyrirlesari spurningum fundarmanna.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 23.02.