Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 185

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 185
FRÁ HINU ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGI AÐALFUNDUR 1992 Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 1992 í fornaldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.35. Fundinn sóttu um 30 manns. Varaformaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn í forföllum formanns, Harðar Agústssonar, og minntist þeirra félaga, sem látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þeir eru: Jakob Guðlaugsson, Jón Björnsson, Jónas Halldórsson, Nanna Ólafsdóttir, Páll Líndal og Sigurgeir Þorgrímsson. Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn. Varaformaður skýrði f.h. formanns frá útgáfu 3. bindis rits um Skálholt, en það kom út um sl. páska. Formaður hefur í hyggju að skrifa 4. bindi verksins um staðinn í Skálholti. Að útgáfu þessari standa sameiginlega Þjóðminjasafn og Hið ísl. bókmenntafélag. Góð von er til, að rit Guðmundar Ólafssonar um friðlýstar minjar í Borgarfjarðarsýslu verði gefið út í nýrri ritröð á næsta ári. Endurskoðuð lög Hins ísl. fornleifafélags hafa verið birt í síðustu Árbók félagsins. Árbókin 1991 er komin út, og færir formaður þeim, sem þar hafa að unnið, beztu þakkir. Af persónulegum ástæðum hefur ritstjóri Árbókar, Frosti Jóhannsson, látið af ritstjórn, og við tekið Mjöll Snæsdóttir. Formaður fagnar stofnun Félags fornleifafræðinga og telur eðlilegt, að efnt sé til samvinnu Hins ísl. fornleifafélags við hið nýja félag, svo og önnur félög eins og Minjar og sögu og Félag fsl. safnmanna og spyr, hvort félagsmenn séu því sammála. Þá las gjaldkeri félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1990. Varaformaður drap þessu næst á starfsemi félagsins og nauðsyn á aukinni fjölbreytni, m.a. fyrirlestrahaldi. Jafnframt hvatti hann fundarmenn til að fá menn til að ganga í félagið. Þá spurði varaformaður, hvort fundarmenn vildu ræða eitthvert málefni undir liðnum önnur mál. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur kvaddi sér þá hljóðs og ræddi nauðsyn á fornleifa- skráningu og rannsóknum og þá einkum, að betur yrði að standa að slíkum rannsóknum en gert hefði verið, er unnið hefði verið að fornleifagrefti í Reykjavík nýlega, en þar hefðu forn- leifar verið eyðilagðar. Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður svaraði ummælum Þorleifs og kvað ásakanir hans ekki viðeigandi, enda hefði fornleifanefnd fjallað um málið og borgarminjavörður fylgzt með því og hefði hann aðrar skoðanir á því en fram hefði komið hjá Þorleifi. Guðmundur Ólafsson, fornleifavörður sagði, að ekki hefði verið full samstaða í forn- leifanefnd um þetta mál og hefði hann sjálfur verið í minnihluta, sem talið hefði þörf á meiri varfærni í umræddum rannsóknum. Hann ræddi og um nauðsyn á því að meiri áherzla verði lögð á fornleifaskráningu, en hann gizkaði á, að hér á landi væru um 100.000 óskráðar fornminjar. Þór Magnússon benti á, hve erfitt væri að hafa eftirlit með fornminjum. Þá flutti Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur erindi um landnám í nýju ljósi, og skýrði frá rannsóknum sínum á Granastöðum í Eyjafirði. Fundarmenn þökkuðu erindið með lófataki. Allmiklar umræður urðu um erindið, og svaraði fyrirlesari spurningum fundarmanna. Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 23.02.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.