Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 9
ISLENSKAR RÚNIR í NORRÆNU LJÓSI
13
Frægasti fulltrúi hinnar nýju
rúnalistar stendur þó langt
inni í landi við kirkjuna í
Rök á Austur-Gautlandi,
skammt frá bænum Mjölby.
Rúnameistarinn Varinn, sem
reisti steininn eftir son sinn
Vémóð, hefur kunnað bæði
hið eldra og yngra rúnaletur
og þar að auki ýmis dulrúna-
letur.
Á 5. og 6. öld fór það að
tíðkast á Norðurlöndununr
að reisa rúnasteina til minn-
ingar um látna höfðingja, al-
gengastir urðu þeir í Noregi,
þar eru um 60 steinar frá
þessu tímabili varðveittir, um
20 eru í Svíþjóð. Engir
steinar virðast aftur á rnóti
hafa verið reistir á Jótlandi
eða dönsku eyjunum. Siður-
inn virðist að rnestu hafa
verið lagður af á 8. og 9. öld
með fáeinum undantekning-
um eins og Röksteininum.
Þegar líða tekur á 10. öld
komast rúnasteinar aftur í
bsku, er ekki ósennilegt að hinn frægi steinn við Jelling á Jótlandi sem
Haraldur konungur Gormsson reisti á seinni hluta 10. aldar eftir foreldra
S1na, Gorm og Þyri, hafi átt einhvern þátt í því.231 Danmörku lagðist sið-
Ufinn af um 1030 og eru um 200 steinar varðveittir þar. Um þær mundir
hófust Svíar handa fýrir alvöru og fóru þeir langt frarn úr Dönum hvað
tölu slíkra steina snertir, en þar eru um 2600 rúnasteinar þekktir. Hélst
þessi siður í sumum héruðum Svíþjóðar fram yfir aldamótin 1100. í
Noregi eru aðeins þekktir um 60 rúnasteinar frá víkingaöld og siðurinn
hefur því ekki verið eins útbreiddur þar og í nágrannalöndunum.
Frá víkingaöld eru líka varðveittar margar ristur á öðrum hlutum en
steinum. Við fornleifarannsóknir í kauptúnum eins og Birka í Malaren,
9- mynd. Röksteinninn við Rök kirkju á Austur-
Gautlandi ineð spjaldrúnum í efstu röð: hjálmrún
asamt öðrum dulrúnum ! neðstu röð. (Mynd Bengt
A. Lundberg, R4Á).